14. febrúar 2014
Fékk afar jákvætt símtal frá Gagnaveitu Reykjavíkur þar sem fulltrúi fyrirtækisins kynnti áform þeirra um að ljósleiðaravæða bæinn á árinu 2014. Nú þegar hafa um 300 heimili aðgang að ljósnetinu en áður en árið er á enda munu þau 650 heimili sem enn eru án tengingar hafa möguleika á því sama. Þetta er stór áfangi og mikilvægur fyrir íbúa. Það allra besta er að þessi ljósleiðaravæðing mun eiga sér stað án útlagðs kostnaðar af hendi bæjarins.
Á fundi bæjarstjórnar var ákveðið að fella niður gjald fyrir byggingarrétt og veita 50% afslátt af gatnagerðargjaldi á árinu 2014. Vonast bæjarstjórn til þess að þessi aðgerð verði til þess að einhverjir sjái hag í því að byggja í bæjarfélaginu. Gríðarlegur skortur er nú á leiguhúsnæði og afar mikilvægt að úr því verði bætt. Þar horfa nú ýmsir til útspils af hendi ríkisins. Hér í Hveragerði er allavega komið fram útspil af hendi sveitarfélagins.
Á fundi bæjarstjórnar var ákveðið að fella niður gjald fyrir byggingarrétt og veita 50% afslátt af gatnagerðargjaldi á árinu 2014. Vonast bæjarstjórn til þess að þessi aðgerð verði til þess að einhverjir sjái hag í því að byggja í bæjarfélaginu. Gríðarlegur skortur er nú á leiguhúsnæði og afar mikilvægt að úr því verði bætt. Þar horfa nú ýmsir til útspils af hendi ríkisins. Hér í Hveragerði er allavega komið fram útspil af hendi sveitarfélagins.
Comments:
Skrifa ummæli