19. febrúar 2014
Afar góður fundur með stjórnendum Hveragerðisbæjar í morgun. Nú var kynntur til sögunnar nýr umhverfisfulltrúi, Ari Eggertsson, sem sat sinn fyrsta fund en einnig var Sigurdís á Upplýsingamiðstöðinni mætt aftur eftir 11 mánaða fæðingarorlof. Við fórum yfir það sem efst er á baugi í starfsemi bæjarins og stjórnendur gerðu grein fyrir því helsta hver á sínum stað.
Hingað komu fyrstu aðilarnir til að ræða mögulegar húsbyggingar eftir útspil bæjarstjórnar í síðustu viku þegar ákveðið var að lækka gatnagerðargjöld um helming og fella niður greiðslur fyrir byggingarrétt. Greinilega verið hárrétt ákvörðun á réttum tíma.
Eftir hádegi átti ég nokkur samtöl vegna uppbyggingar í atvinnulífinu sem ekki er hægt að gera frekari grein fyrir í augnablikinu en mín tilfinning er sú að eitthvað sé farið að glæðast á þeim vettvangi.
Ákveðið var að loka Hamarshöllinni í dag vegna slæms veðurútlits en það er vinnuregla hér að loka höllinni ef vindur fer að nálgast 18 metra á sekúndu. Það er góð regla og ánægjulegt að sjá hvernig starfsmenn taka frumkvæði þegar svona viðrar.
Hingað komu fyrstu aðilarnir til að ræða mögulegar húsbyggingar eftir útspil bæjarstjórnar í síðustu viku þegar ákveðið var að lækka gatnagerðargjöld um helming og fella niður greiðslur fyrir byggingarrétt. Greinilega verið hárrétt ákvörðun á réttum tíma.
Eftir hádegi átti ég nokkur samtöl vegna uppbyggingar í atvinnulífinu sem ekki er hægt að gera frekari grein fyrir í augnablikinu en mín tilfinning er sú að eitthvað sé farið að glæðast á þeim vettvangi.
Ákveðið var að loka Hamarshöllinni í dag vegna slæms veðurútlits en það er vinnuregla hér að loka höllinni ef vindur fer að nálgast 18 metra á sekúndu. Það er góð regla og ánægjulegt að sjá hvernig starfsmenn taka frumkvæði þegar svona viðrar.
Comments:
Skrifa ummæli