24. febrúar 2014
Sigurður í Feng leit við og ræddum við ýmsa möguleika er varða endurvinnslu. Hjá Feng vinna nú 6 einstaklingar við framleiðslu á undirburði undir húsdýr. Væntingar eru um enn meiri aukningu í franleiðslunni með tilsvarandi fjölgun starfsmanna. Sorpmál eru orðin einn mikilvægasti málaflokkur sveitarfélaganna og í mörg horn að líta þar. Nú er stefnt af því að Gámaþjónustan taki við af Íslenska gámafélaginu í sorphirðu sveitarfélagsins, munu skiptin eiga sér stað þann 1. mars næstkomandi. Gerist þetta í kjölfar útboðs sem ráðist var í í lok síðasta árs.
Ari, umhverfisfulltrúi, kynnti fyrir mér aðgerðir sem starfsmenn áhaldahúss ráðast nú í og felast í því að limgerði og tré sem skaga út fyrir lóðamörk verða klippt. Ástandið í þessum málum er víða orðið óþolandi og því brýnt að lóðarhafar bregðist nú hratt og vel við.
Inga, forstöðumaður Listasafnsins, kom og ræddi ýmis mál og þá ekki síst opnun nýrrar sýningar þann 8. mars. Sá dagur er alþjóðlegur baráttudagur kvenna svo það er vel við hæfi að sýningin sé tileinkuð verkum þriggja kvenna á áttræðis og níræðis aldri sem enn eru virkir þátttakendur í listalífi landsmanna. Þetta eru þær Ragnheiður Jónsdóttir, Björg Þorsteinsdótti og Þorbjörg Höskuldsdóttir.
Ari, umhverfisfulltrúi, kynnti fyrir mér aðgerðir sem starfsmenn áhaldahúss ráðast nú í og felast í því að limgerði og tré sem skaga út fyrir lóðamörk verða klippt. Ástandið í þessum málum er víða orðið óþolandi og því brýnt að lóðarhafar bregðist nú hratt og vel við.
Inga, forstöðumaður Listasafnsins, kom og ræddi ýmis mál og þá ekki síst opnun nýrrar sýningar þann 8. mars. Sá dagur er alþjóðlegur baráttudagur kvenna svo það er vel við hæfi að sýningin sé tileinkuð verkum þriggja kvenna á áttræðis og níræðis aldri sem enn eru virkir þátttakendur í listalífi landsmanna. Þetta eru þær Ragnheiður Jónsdóttir, Björg Þorsteinsdótti og Þorbjörg Höskuldsdóttir.
Comments:
Skrifa ummæli