21. febrúar 2014
Ansi afkastamikill dagur án mikilla fundahalda en þó byrjaði dagurinn á fundi bæjarráðs sem stóð lengur en fundarboðið gaf tilefni til að ætla. Yfirleitt er lengd funda í öfugu hlutfalli við stærð fundarboða - það er reyndar sérkennilegt lögmál! Heilmikið var rætt um foreldrastarf í grunn- og leikskólum í tilefni af boði í afmæli leikskólans Óskalands sem er haldið hátíðlegt á morgun. Ennfremur var rætt um stefnumörkun og framtíðarsýn bæjarfélagsins, en þar er ýmislegt í gangi. Ennfremur var samþykkt að styrkja Ferðamálasamtök Hveragerðis til þátttöku í stórri ferðakaupstefnu sem haldin verður í Berlín í byrjun mars. Slík þátttaka gagnast öllum rekstraraðilum á þessu sviði í bæjarfélaginu.
Annars saxaðist ört á verkefnalistann í dag. Átti símtöl m.a. vegna hraðbanka í Verslunarmiðstöðinni og annarra atriða er lúta að þjónustu Arionbanka. Vann í könnun sem þarf að svara vegna húsnæðismála í bæjarfélaginu, ræddi málefni varðandi sameiningu Sorpu og Sorpstöðvar Suðurlands og tók á móti fyrstu umsókninni um lóð fyrir raðhús sem berst í kjölfar útspils bæjarstjórnar um lækkun gatnagerðargjalda, svo fátt eitt sé talið.
Vinnudeginum lauk á góðum fundi með Auðunni, Össuri og Kristni frá Golfklúbbi Hveragerðis. Þeir kynntu fyrir okkur Jóhönnu starfsemi golfklúbbsins sem er viðamikil enda er völlurinn afar vinsæll, bæði vel staðsettur og fjölbreyttur. Starfsemi golfaranna er afar mikilvæg fyrir bæjarfélagið því auk þess að vera vinsæl íþrótt á meðal bæjarbúa þá skiptir góður golfvöllur ferðaþjónustuna miklu máli.
Síðdegis fórum við Laufey með Harald Fróða í ungbarnasund á Selfossi, það er alltaf mikið fjör.
Mikilvægur sigurleikur hjá strákunum í körfunni í kvöld. Nú þarf að vinna næstu tvo og þá eru þeir komnir í úrslit ef allt fer að óskum.
Dagurinn endaði í skemmtilegum hitting hjá Jenný, alltaf jafn skemmtilegt :-)
Annars saxaðist ört á verkefnalistann í dag. Átti símtöl m.a. vegna hraðbanka í Verslunarmiðstöðinni og annarra atriða er lúta að þjónustu Arionbanka. Vann í könnun sem þarf að svara vegna húsnæðismála í bæjarfélaginu, ræddi málefni varðandi sameiningu Sorpu og Sorpstöðvar Suðurlands og tók á móti fyrstu umsókninni um lóð fyrir raðhús sem berst í kjölfar útspils bæjarstjórnar um lækkun gatnagerðargjalda, svo fátt eitt sé talið.
Vinnudeginum lauk á góðum fundi með Auðunni, Össuri og Kristni frá Golfklúbbi Hveragerðis. Þeir kynntu fyrir okkur Jóhönnu starfsemi golfklúbbsins sem er viðamikil enda er völlurinn afar vinsæll, bæði vel staðsettur og fjölbreyttur. Starfsemi golfaranna er afar mikilvæg fyrir bæjarfélagið því auk þess að vera vinsæl íþrótt á meðal bæjarbúa þá skiptir góður golfvöllur ferðaþjónustuna miklu máli.
Síðdegis fórum við Laufey með Harald Fróða í ungbarnasund á Selfossi, það er alltaf mikið fjör.
Mikilvægur sigurleikur hjá strákunum í körfunni í kvöld. Nú þarf að vinna næstu tvo og þá eru þeir komnir í úrslit ef allt fer að óskum.
Dagurinn endaði í skemmtilegum hitting hjá Jenný, alltaf jafn skemmtilegt :-)
Comments:
Skrifa ummæli