21. febrúar 2014
Suma daga er nauðsynlegt að sinna skriffinnsku og ýmsum óafgreiddum málum. Föstudagurinn var einn af þeim. Sendi meðal annars breytinguna á gatnagerðargjöldunum og byggingarréttinum til birtingar í Stjórnartíðindi og það var svolítið föndur að ganga frá því á réttan hátt. Þar eru hlutirnir í afar formföstum farvegi.
Afmælisveisla á Óskalandi í tilefni af 20 ára afmæli leikskólans var síðan toppurinn á deginum. Troðfullur leikskóli af gestum á öllum aldri, afhjúpað var merki skólans og einkennislag sungið, hvort tveggja gert af Haffa, starfsmanni leikskólans. Fjöldi gesta afhenti leikskólanum góðar gjafir og mikil gleði ríkti á staðnum.
Strax eftir afmælið heimsóttu Ásthildur og Ragnar frá Jarðskjálftamiðstöðinni á Selfossi bæjarskrifstofuna en þau sýndi okkur stutta heimildamynd um Hveragerði sem þau eru búin að gera sem hluta af evrópsku samstarfsverkefni. Myndin heitir Hveragerði – in compliance with nature. Þetta var góð mynd en sérstaklega var gaman að sjá þarna um 40 ára gömul myndbrot héðan frá Hveragerði sem fundust í filmusafni Sjónvarpsins.
Haraldur Fróði gisti í fyrsta sinn hjá ömmu og afa í nótt. Hann var vægast sagt mis ánægður með dvölina en var hinn ánægðasti allavega eftir að hann sofnaði ;-) En það verður að viðurkennast að Hafrún og Vigdís litlu skemmtilegu frænkurnar björguðu okkur algjörlega. Héðan í frá pössum við þau þrjú alltaf saman :-)
Afmælisveisla á Óskalandi í tilefni af 20 ára afmæli leikskólans var síðan toppurinn á deginum. Troðfullur leikskóli af gestum á öllum aldri, afhjúpað var merki skólans og einkennislag sungið, hvort tveggja gert af Haffa, starfsmanni leikskólans. Fjöldi gesta afhenti leikskólanum góðar gjafir og mikil gleði ríkti á staðnum.
Strax eftir afmælið heimsóttu Ásthildur og Ragnar frá Jarðskjálftamiðstöðinni á Selfossi bæjarskrifstofuna en þau sýndi okkur stutta heimildamynd um Hveragerði sem þau eru búin að gera sem hluta af evrópsku samstarfsverkefni. Myndin heitir Hveragerði – in compliance with nature. Þetta var góð mynd en sérstaklega var gaman að sjá þarna um 40 ára gömul myndbrot héðan frá Hveragerði sem fundust í filmusafni Sjónvarpsins.
Haraldur Fróði gisti í fyrsta sinn hjá ömmu og afa í nótt. Hann var vægast sagt mis ánægður með dvölina en var hinn ánægðasti allavega eftir að hann sofnaði ;-) En það verður að viðurkennast að Hafrún og Vigdís litlu skemmtilegu frænkurnar björguðu okkur algjörlega. Héðan í frá pössum við þau þrjú alltaf saman :-)
Comments:
Skrifa ummæli