5. febrúar 2014
Nú er verið að vinna að skipulagi á Árhólmum svokölluðum innst inní dal. Þar er ætlunin að skipuleggja tjaldsvæði sem væru frumstæðari en það sem er hér niður í bæ, reit fyrir þjónustumiðstöð/kaffi-/veitingahús, lagfæra bílastæði, mögulega svæði fyrir smáhýsi og fleira. Þarna er um að ræða einstakan reit svo það er mikilvægt að hugsa þetta vel.
Á fundi skipulags og mannvrijkanefndar í gær var samþykkt að leggja til við bæjarstjórn að reitur fyrir kaffihús í Listigarðinum yrði á brúninni fyrir ofan rafstöðvargrunninn. Þetta er skemmtilegur staður sem gefur mikla möguleika án þess að rýra möguleika á nýtingu annarra svæða í garðinum.
Í dag hætti Hulda Sigurðardóttir á bæjarskrifstofunni eftir 9 ára starf, hún byrjar í fyrramálið á leikskólanum Óskalandi. Hennar verður sárt saknað en við vitum að hún er fengur fyrir leikskólann svo þau eru heppin börnin þar á bæ :-)
Lifshlaupið byrjaði í dag og við ákváðum að vea með, bæjarskrifstofan. María og Jóhanna voru skipaðar liðstjórar og þeirra hlutverk er að sjá til þess að liðið þeirra vinni innbyrðis keppnina á bæjarskrifstofunni. Dregið var í lið og lenti ég hjá Maríu - óttast að þetta verði þrælabúðir af verstu gerð. Sundleikfimi í 50 mínútur í dag hlýtur að duga :-)
Á fundi skipulags og mannvrijkanefndar í gær var samþykkt að leggja til við bæjarstjórn að reitur fyrir kaffihús í Listigarðinum yrði á brúninni fyrir ofan rafstöðvargrunninn. Þetta er skemmtilegur staður sem gefur mikla möguleika án þess að rýra möguleika á nýtingu annarra svæða í garðinum.
Í dag hætti Hulda Sigurðardóttir á bæjarskrifstofunni eftir 9 ára starf, hún byrjar í fyrramálið á leikskólanum Óskalandi. Hennar verður sárt saknað en við vitum að hún er fengur fyrir leikskólann svo þau eru heppin börnin þar á bæ :-)
Lifshlaupið byrjaði í dag og við ákváðum að vea með, bæjarskrifstofan. María og Jóhanna voru skipaðar liðstjórar og þeirra hlutverk er að sjá til þess að liðið þeirra vinni innbyrðis keppnina á bæjarskrifstofunni. Dregið var í lið og lenti ég hjá Maríu - óttast að þetta verði þrælabúðir af verstu gerð. Sundleikfimi í 50 mínútur í dag hlýtur að duga :-)
Comments:
Skrifa ummæli