13. maí 2012
Annasamir dagar uppá síðkastið og lítill tími til að blogga.
Laufey og Elvar eru komin heim eftir rúmlega 6 mánaða heimsreisu. Það var yndislegt að fá þau heim og ekki síður að heyra um ferðina sem hefur gengið alveg eins og í sögu. Ferðasagan er löng og á hverjum degi heyrum við eitthvað nýtt. Svona ferðalag eykur víðsýni og umburðarlyndi og er ungu fólki afar hollt.
Óskað var eftir hugmyndum og hugarflugi á vel sóttum íbúafundi sem haldinn var í síðustu viku. Virkilega skemmtilegt og gaman að heyra hversu frjóan huga íbúar hafa. Nú er það síðan verkefni framundan að vinna úr öllum hugmyndunum.
Framkvæmdir við Hamarshöllina ganga vel. Undirstöðurnar eru komnar og búið er að steypa plötuna undir íþróttagólfið. Í komandi viku verður byrjað að leggja gervigrasið og þá er sýnileiki framkvæmdanna orðinn verulegur. Virkilega gaman að fylgjast með þessu verkefni.
Vorfundur Héraðsnefndar í Þorlákshöfn á föstudaginn. Þar voru nýjar samþykktir til umræðu en nú þarf að breyta Héraðsnefndinni í byggðasamlag þar sem ný lög um sveitarstjórnir heimila ekki hið gamla fyrirkomulag. Heilmikil umræða spannst einnig um stofnanirnar sem nefndin rekur sem eru Byggðasafnið, Tónlistarskólinn, Héraðsskjalasafnið og Listasafn Árnesinga. Allir voru þó á einu máli um að starfsemi þeirra væri til mikillar fyrirmyndar.
Fimm ára afmæli Hoflandsetursins var haldið í gær. Lífgaði mjög uppá bæjarlífið enda dældust út hamborgarar og afmæliskakan rann ljúflega niður. Gaman að hitta svona margt fólk svona snemma vors og allir höfðu á orði að þarna væri komin þriðja bæjarhátíðin. Til hamingju með afmælið Hoflandsetursfólk.
í morgun dreif ég mig síðan í fjölmenna göngu með "Göngum saman" hópnum. Fjöldi kvenna og karla á öllum aldri tók þátt og óneitanlega vorum við Hvergerðingar stoltir af fallegri gönguleiðinni!
Kaffi með góðum vinkonum á eftir og letilíf restina af deginum átti vel við á mæðradaginn :-)
Laufey og Elvar eru komin heim eftir rúmlega 6 mánaða heimsreisu. Það var yndislegt að fá þau heim og ekki síður að heyra um ferðina sem hefur gengið alveg eins og í sögu. Ferðasagan er löng og á hverjum degi heyrum við eitthvað nýtt. Svona ferðalag eykur víðsýni og umburðarlyndi og er ungu fólki afar hollt.
Óskað var eftir hugmyndum og hugarflugi á vel sóttum íbúafundi sem haldinn var í síðustu viku. Virkilega skemmtilegt og gaman að heyra hversu frjóan huga íbúar hafa. Nú er það síðan verkefni framundan að vinna úr öllum hugmyndunum.
Framkvæmdir við Hamarshöllina ganga vel. Undirstöðurnar eru komnar og búið er að steypa plötuna undir íþróttagólfið. Í komandi viku verður byrjað að leggja gervigrasið og þá er sýnileiki framkvæmdanna orðinn verulegur. Virkilega gaman að fylgjast með þessu verkefni.
Vorfundur Héraðsnefndar í Þorlákshöfn á föstudaginn. Þar voru nýjar samþykktir til umræðu en nú þarf að breyta Héraðsnefndinni í byggðasamlag þar sem ný lög um sveitarstjórnir heimila ekki hið gamla fyrirkomulag. Heilmikil umræða spannst einnig um stofnanirnar sem nefndin rekur sem eru Byggðasafnið, Tónlistarskólinn, Héraðsskjalasafnið og Listasafn Árnesinga. Allir voru þó á einu máli um að starfsemi þeirra væri til mikillar fyrirmyndar.
Fimm ára afmæli Hoflandsetursins var haldið í gær. Lífgaði mjög uppá bæjarlífið enda dældust út hamborgarar og afmæliskakan rann ljúflega niður. Gaman að hitta svona margt fólk svona snemma vors og allir höfðu á orði að þarna væri komin þriðja bæjarhátíðin. Til hamingju með afmælið Hoflandsetursfólk.
í morgun dreif ég mig síðan í fjölmenna göngu með "Göngum saman" hópnum. Fjöldi kvenna og karla á öllum aldri tók þátt og óneitanlega vorum við Hvergerðingar stoltir af fallegri gönguleiðinni!
Kaffi með góðum vinkonum á eftir og letilíf restina af deginum átti vel við á mæðradaginn :-)
Comments:
Skrifa ummæli