14. maí 2012
Heimsótti bæði leikskólann Óskaland og leikskólann Undraland í dag. Leit inná allar deildir og dáðist að því hvað ungviðið var hrikalega stillt. Heyrðist ekki múkk á Undralandi enda voru þau að borða plokkfisk og rúgbrauð sem greinilega rann ótrúlega ljúflega niður. Stóru börnin á Óskalandi voru að fara út í pollagöllum til að verjast rokinu sem hefur verið ansi mikið í dag og þau litlu stunduðu listsköpun af miklum móð. Við getum verið stolt af leikskólunum okkar og því góða starfi sem þar fer fram.
Eftir hádegi var fundur um Blóm í bæ. Það er ýmislegt sem bæjarbúar þurfa að huga að fyrir sýninguna. Til dæmis því að hugsa upp góðar uppskriftir að kökum í kökusamkeppnina og trúðabúninga á börnin :-)
Stjórnarfundur í Sorpstöð Suðurlands og strax í kjölfarið kynningarfundur fyrir sveitarfélögin þar sem möguleikar varðandi málefni sorpstöðvar voru kynntir. Annars vegar er þar um að ræða að sveitarfélögin gangi inní byggðasamlagið Sorpu en hins vegar getum við væntanlega gert viðlíka samning og nú er í gildi milli Sorpstöðvar og Sorpu um urðun í Álfsnesi. Ég hallast að fyrri kostinum sem nú verður ýtarlegar ræddur eftir þennan fund.
Nýir aðilar hafa eignast Frost og funa en Elfa Dögg Þórðardóttir og Jón Þórir Frantzson hafa keypt hótelið af Knúti Bruun og Önnu Sigríði. Þau munu nú væntanlega flytjast alfarið að Hofi í Öræfum þar sem þau reka annað hótel ekki síður glæsilegt. Elfu og Jóni óskum við til hamingju með kaupin og Knúti og Önnu óskum við velfarnaðar fyrir austan, þau hafa sett svip sinn á bæinn um árabil og sérstaklega mun ég sakna símtalanna frá Knúti! Hann hefur haldið mér við efnið undanfarið :-)
Myndin er að láni frá Tripadvisor - ekki verri fyrir það :-)
Eftir hádegi var fundur um Blóm í bæ. Það er ýmislegt sem bæjarbúar þurfa að huga að fyrir sýninguna. Til dæmis því að hugsa upp góðar uppskriftir að kökum í kökusamkeppnina og trúðabúninga á börnin :-)
Stjórnarfundur í Sorpstöð Suðurlands og strax í kjölfarið kynningarfundur fyrir sveitarfélögin þar sem möguleikar varðandi málefni sorpstöðvar voru kynntir. Annars vegar er þar um að ræða að sveitarfélögin gangi inní byggðasamlagið Sorpu en hins vegar getum við væntanlega gert viðlíka samning og nú er í gildi milli Sorpstöðvar og Sorpu um urðun í Álfsnesi. Ég hallast að fyrri kostinum sem nú verður ýtarlegar ræddur eftir þennan fund.
Nýir aðilar hafa eignast Frost og funa en Elfa Dögg Þórðardóttir og Jón Þórir Frantzson hafa keypt hótelið af Knúti Bruun og Önnu Sigríði. Þau munu nú væntanlega flytjast alfarið að Hofi í Öræfum þar sem þau reka annað hótel ekki síður glæsilegt. Elfu og Jóni óskum við til hamingju með kaupin og Knúti og Önnu óskum við velfarnaðar fyrir austan, þau hafa sett svip sinn á bæinn um árabil og sérstaklega mun ég sakna símtalanna frá Knúti! Hann hefur haldið mér við efnið undanfarið :-)
Myndin er að láni frá Tripadvisor - ekki verri fyrir það :-)
Comments:
Skrifa ummæli