1. maí 2012
Yndislegt veður á frídegi verkalýðsins. Því var tilvalið að taka einn góðan göngutúr! Uppí Ölfusborgum sáum við þessa flottu hleðslu í gilinu. Hestamönnunum mættum við undir Reykjafjalli. Í grunni Hamarshallarinnar voru Guðmundur Arnar og Sæmundur að vinna og páskaliljurnar skart nú sínu fegursta. Lagersala Álnavörubúðarinnar sló algjörlega í gegn, örtröð allan daginn enda hægt að gera þar fáránlega góð kaup! Mér skilst að leikurinn verði endurtekinn á laugardögum í sumar. Vöfflukaffi hjá skátunum og kvöldverður hjá Bjössa og Kittu kórónaði síðan góðan dag :-)
Comments:
Skrifa ummæli