5. september 2012
Nú er unnið að málun gangbrauta yfir Grænumörkina á tveimur stöðum og samhliða verða gangstéttarbrúnir lækkaðar og stígar tengdir saman. Einnig er verið að mála og setja upp gangbraut yfir Fljótsmörk á móts við frístundaskólann. Allt er þetta gert til að tryggja öryggi gangandi vegfarenda.
Alltof oft fæ ég umkvartanir frá íbúum vegna hraðaaksturs en hér í Hveragerði er víðast hvar 30 km hámarkshraði. Gott er að gera ráð fyrir því svo til alls staðar. 50 km hámarkshraði er eingöngu leyfður á Breiðumörk, Þelamörk, Reykjamörk Austurmörk og hluta Grænumerkur ef ég man rétt. Allur hraði umfram það er alltof mikill í þéttbýli eins og hér er.
Svaraði annars tölvupóstum í dag sem voru þónokkrir, átti nokkur samtöl vegna starfsmannamála og önnur vegna álagningar gatnagerðargjalds. Undirbjó fund bæjarráðs í fyrramálið en þar er fjöldi erinda á dagskrá og mála til afgreiðslu.
Alltof oft fæ ég umkvartanir frá íbúum vegna hraðaaksturs en hér í Hveragerði er víðast hvar 30 km hámarkshraði. Gott er að gera ráð fyrir því svo til alls staðar. 50 km hámarkshraði er eingöngu leyfður á Breiðumörk, Þelamörk, Reykjamörk Austurmörk og hluta Grænumerkur ef ég man rétt. Allur hraði umfram það er alltof mikill í þéttbýli eins og hér er.
Svaraði annars tölvupóstum í dag sem voru þónokkrir, átti nokkur samtöl vegna starfsmannamála og önnur vegna álagningar gatnagerðargjalds. Undirbjó fund bæjarráðs í fyrramálið en þar er fjöldi erinda á dagskrá og mála til afgreiðslu.
Comments:
Skrifa ummæli