9. september 2012
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga gerði víðreist fyrir helgi. Flaug til Akureyrar og síðan áfram til Grímseyjar en þar var stjórnarfundur haldinn. Einnig gafst tími til að skoða eyjuna með góðri leiðsögn heimamanna. Eftir þá ferð finnst mér að Hveragerði og Grímsey ættu að vera vinabæjir. Í fyrsta lagi bjó þar til fjölda ára Einar Einarsson djákni sem lauk æviskeiði sínu hér í Hveragerði. Í Grímsey sáum við afskaplega fallegan útskurð eftir Einar í kirkjunni á staðnum en ég vissi ekki að hann hefði verið svona mikill hagleiksmaður. Í öðru lagi kunna Grímseyingar sálminn "Vak yfir veraldarlöndum" sem enginn kann aðrir en Hvergerðingar, enda var hann gjöf til Hvergerðskra barna og ungmenna frá Helga Sveinssyni, fyrrv. sóknarpresti okkar. Og i þriðja lagi eiga Hrefna og Guðmundur fyrrv. ábúendur í Reykjakoti tvö hús í Grímsey! Ég gat ekki heyrt að aðrir stjórnarmenn ættu viðlíka tengingar við eyjuna og við hér
:-)
:-)
Comments:
Skrifa ummæli