10. september 2012
Kolvitlaust veður í gær og í dag þó við getum ekki kvartað hér sunnan heiða miðað við ósköpin fyrir norðan. En það er óþarfi að liggja á því að auðvitað hef ég haft áhyggjur af Hamarshöllinni í þessum veðurham, þegar vindurinn hefur farið nærri 40m/sek við Höllina. Eyddi til dæmis góðum hluta síðustu nætur í Höllinni ásamt nokkrum vöskum sveinum. Húsið hefur staðið sig vel í þessum ósköpum en samkvæmt leiðbeiningum voru ljóskastararnir lagðir niður í nótt, en það þarf að gera þegar svona viðrar. Er síðan búin að fylgjast með í dag en vonandi fer nú að slota.
Fékk þessa vísu senda í morgun frá Gurrý, staðarhaldara á Reykjum, af þessu tilefni:
Hífandi rokið á Höllinni buldi,
héngu í stögunum íþróttamenn,
Aldís í belgingnum bænirnar þuldi
uns bjargaðist slotið og stendur víst enn.
----------
Fékk þessa vísu senda í morgun frá Gurrý, staðarhaldara á Reykjum, af þessu tilefni:
Hífandi rokið á Höllinni buldi,
héngu í stögunum íþróttamenn,
Aldís í belgingnum bænirnar þuldi
uns bjargaðist slotið og stendur víst enn.
----------
Comments:
Skrifa ummæli