14. mars 2018
Þessi myndarlegi hópur er frá Háskólanum í Vermont í USA en þaðan kemur núna árlega hópur sem dvelur í viku á Heilsustofnun NLFÍ. Þar kynna þau sér heildrænar aðferðir til heilsueflingar auk þess sem þau fá fræðslu um heilbrigðisþjónustuna á Íslandi og um Hveragerði. Nú var gott að vera komin með góða aðstöðu á nýrri skrifstofu og geta tekið vel á móti þessum flotta hópi. Þau fengu ís í boði bæjarstjórans. Súkkulaði topp frá Kjörís, þar sem jarðgufan er nýtt til ísframleiðslu - ábyggilega á eina staðnum í veröldinni þar sem slíkt er gert !
Comments:
Skrifa ummæli