15. ágúst 2006
Brúðkaup, bæjarstjóraraunir og fleira á þriðjudegi
Magnús Héðinsson og Margrét Þórarinsdóttir eru loksins hjón en við fengum að fagna með þeim á laugardaginn. Yndisleg athöfn og skemmtileg veisla þar sem brúðhjónin og börnin þeirra fjögur áttu hug okkar allan.
Til hamingju stóra fjölskylda!
Vorum nokkuð sein í grillveislu Gísla Páls og Huldu um kvöldið en náðum þó í endann á samkvæminu og skemmtum okkur vel enda hópurinn með eindæmum góður.
------------------
Á sunnudaginn fengum við heimsókn norðan úr Reykjadal en þá komu Hildigunnur bekkjarsystir mín úr MA og Hermann maður hennar í heimsókn. Þau eiga fjögur börn sem vonandi líkaði vel heimsóknin á Heiðmörkina. Við reynum alltaf að spilla börnum vina okkar með ís, svo mjög fljótlega eru það krakkarnir sem rella um að heimsækja Aldísi og Lárus. Sniðug aðferð við að draga fólk út á land! !
En Lena næstelsta dóttir þeirra átti nú samt setningu dagsins!
Þar sem það var nú sunnudagur þá notaði ég tækifærið og þreif ísskápinn og nokkra eldhússkápa fyrri hluta dags, setti í þvottavélar, skellti í köku og annað sem tilheyrir helgar”fríi”. Var því eðli máls samkvæmt í gömlum íþróttabuxum og bol og alls ekki sérlega vel til höfð. Sú litla var búin að tipla svolítið í kringum mig þegar hún spurði við hvað ég ynni. Ég sagði henni að ég væri bæjarstjórinn í Hveragerði. Hún mældi mig út frá toppi til táar og sagði svo með hneykslan í röddinni: En þú ert ekkert fín ! ! ! Fannst ég greinilega ekki samræmast hugmyndinni um jakkafataklædda og stífpressaða bæjarstjóra. Spurning að skúra í betri gallanum héðan í frá :-)
-------------------
En sumarfríi lauk í gær og vinnan tók við. Nóg að gera og strax er vikan orðin þétt skipuð fundum og viðtölum sem þarf að sinna. Fékk m.a. heimsókn frá fulltrúum Rauða Krossins í Hveragerði þar sem við ræddum framtíðarverkefni og samstarf bæjarins og félagsins. Hveragerðisbær hefur verið með samning við Rauða Krossinn varðandi rekstur H-hússins en hann er nú útrunninn og þarf því að ákveða fljótlega hvert framhald þess verkefnis verður. Þau minntu mig einnig á það að 9. september verður gengið í hús með rauðu baukana og fjár aflað til starfsemi Rauða Krossins. Bæjarfulltrúar gengu í hús í fyrra ásamt fjölda annarra og var hvarvetna vel tekið, vonandi sjá sem flestir sér fært að taka þátt í þessu skemmtilega verkefni í ár. Heimsótti einnig leikskólann Óskaland en þar hefur verið unnið að endurbótum á lóð í sumar og minniháttar breytingum á húsnæðinu.
--------------------------------
Meirihlutafundur í gærkvöldi þar sem dagskrá bæjarráðsfundar var til umfjöllunar. Þar ber hæst úrskurð Félagsmálráðuneytisins í Eyktarmálinu svokallaða. Við getum ekki verið sátt við þann úrskurð enda hugsar meirihlutinn sinn gang þessa dagana í því máli.
---------------------------------
Byrjaði daginn í dag á því að fara á verkfund vegna gatnagerðar. Verkið er mörgum mánuðum á eftir áætlun og er það auðvitað óásættanlegt. Verktakinn hefur þó reynt að sjá til þess að íbúar verði fyrir sem minnstu raski vegna framkvæmdanna enda höfum við lagt kapp á að þannig sé um hnúta búið. Það er alltaf flókið og erfitt að samræma alla þá aðila sem koma þurfa að endurnýjun gatna í gömlum hverfum og ekki bætir úr skáp að gríðarmiklar framkvæmdir eru í hvarvetna í gangi og því mikið álag á öllum sem að framkvæmdum sem þessum þurfa að koma. Skólalóðin hefur tafist vegna gatnagerðarinnar. Vonast er þó til að malbikun þar verði lokið sem fyrst þannig að sem minnst þurfi að vera þar með stórvirkar vinnuvélar eftir að skólastarf hefst.
Fórum út að ganga í kvöld enda veðrið með eindæmum gott. Það var tímabært að sumarið léti sjá sig svona áður en haustar þetta árið. Kíkti í Hverakaup þar sem hillurnar eru að verða ansi tómlegar. Vigfús greinilega hættur að kaupa inn, að mestu leyti, enda verslunin að loka eftir rétt rúmar tvær vikur.
---------------------
Fyrir einstaklega áhugasama og þá sérstaklega fjarstödd börn og ættingja má finna örstutta ferðalýsingu hér.
Magnús Héðinsson og Margrét Þórarinsdóttir eru loksins hjón en við fengum að fagna með þeim á laugardaginn. Yndisleg athöfn og skemmtileg veisla þar sem brúðhjónin og börnin þeirra fjögur áttu hug okkar allan.
Til hamingju stóra fjölskylda!
Vorum nokkuð sein í grillveislu Gísla Páls og Huldu um kvöldið en náðum þó í endann á samkvæminu og skemmtum okkur vel enda hópurinn með eindæmum góður.
------------------
Á sunnudaginn fengum við heimsókn norðan úr Reykjadal en þá komu Hildigunnur bekkjarsystir mín úr MA og Hermann maður hennar í heimsókn. Þau eiga fjögur börn sem vonandi líkaði vel heimsóknin á Heiðmörkina. Við reynum alltaf að spilla börnum vina okkar með ís, svo mjög fljótlega eru það krakkarnir sem rella um að heimsækja Aldísi og Lárus. Sniðug aðferð við að draga fólk út á land! !
En Lena næstelsta dóttir þeirra átti nú samt setningu dagsins!
Þar sem það var nú sunnudagur þá notaði ég tækifærið og þreif ísskápinn og nokkra eldhússkápa fyrri hluta dags, setti í þvottavélar, skellti í köku og annað sem tilheyrir helgar”fríi”. Var því eðli máls samkvæmt í gömlum íþróttabuxum og bol og alls ekki sérlega vel til höfð. Sú litla var búin að tipla svolítið í kringum mig þegar hún spurði við hvað ég ynni. Ég sagði henni að ég væri bæjarstjórinn í Hveragerði. Hún mældi mig út frá toppi til táar og sagði svo með hneykslan í röddinni: En þú ert ekkert fín ! ! ! Fannst ég greinilega ekki samræmast hugmyndinni um jakkafataklædda og stífpressaða bæjarstjóra. Spurning að skúra í betri gallanum héðan í frá :-)
-------------------
En sumarfríi lauk í gær og vinnan tók við. Nóg að gera og strax er vikan orðin þétt skipuð fundum og viðtölum sem þarf að sinna. Fékk m.a. heimsókn frá fulltrúum Rauða Krossins í Hveragerði þar sem við ræddum framtíðarverkefni og samstarf bæjarins og félagsins. Hveragerðisbær hefur verið með samning við Rauða Krossinn varðandi rekstur H-hússins en hann er nú útrunninn og þarf því að ákveða fljótlega hvert framhald þess verkefnis verður. Þau minntu mig einnig á það að 9. september verður gengið í hús með rauðu baukana og fjár aflað til starfsemi Rauða Krossins. Bæjarfulltrúar gengu í hús í fyrra ásamt fjölda annarra og var hvarvetna vel tekið, vonandi sjá sem flestir sér fært að taka þátt í þessu skemmtilega verkefni í ár. Heimsótti einnig leikskólann Óskaland en þar hefur verið unnið að endurbótum á lóð í sumar og minniháttar breytingum á húsnæðinu.
--------------------------------
Meirihlutafundur í gærkvöldi þar sem dagskrá bæjarráðsfundar var til umfjöllunar. Þar ber hæst úrskurð Félagsmálráðuneytisins í Eyktarmálinu svokallaða. Við getum ekki verið sátt við þann úrskurð enda hugsar meirihlutinn sinn gang þessa dagana í því máli.
---------------------------------
Byrjaði daginn í dag á því að fara á verkfund vegna gatnagerðar. Verkið er mörgum mánuðum á eftir áætlun og er það auðvitað óásættanlegt. Verktakinn hefur þó reynt að sjá til þess að íbúar verði fyrir sem minnstu raski vegna framkvæmdanna enda höfum við lagt kapp á að þannig sé um hnúta búið. Það er alltaf flókið og erfitt að samræma alla þá aðila sem koma þurfa að endurnýjun gatna í gömlum hverfum og ekki bætir úr skáp að gríðarmiklar framkvæmdir eru í hvarvetna í gangi og því mikið álag á öllum sem að framkvæmdum sem þessum þurfa að koma. Skólalóðin hefur tafist vegna gatnagerðarinnar. Vonast er þó til að malbikun þar verði lokið sem fyrst þannig að sem minnst þurfi að vera þar með stórvirkar vinnuvélar eftir að skólastarf hefst.
Fórum út að ganga í kvöld enda veðrið með eindæmum gott. Það var tímabært að sumarið léti sjá sig svona áður en haustar þetta árið. Kíkti í Hverakaup þar sem hillurnar eru að verða ansi tómlegar. Vigfús greinilega hættur að kaupa inn, að mestu leyti, enda verslunin að loka eftir rétt rúmar tvær vikur.
---------------------
Fyrir einstaklega áhugasama og þá sérstaklega fjarstödd börn og ættingja má finna örstutta ferðalýsingu hér.
Comments:
Skrifa ummæli