13. mars 2004
Það var frábært að verða vitni að jafn skemmtilegum viðburði og frumsýningu NFSU á söngleiknum HEY ÞÚ sem var nú í kvöld.
Skemmti mér konunglega, leikurinn var afbragð og söngurinn ekki síðri. Lög strákanna í Skítamóral eru líka mjög grípandi og skemmtileg þannig að þarna leiðist engum. Verð að minnast á þátt Hvergerðinga þarna; Halldóra fór á kostum í þakklátu hlutveri og Anna Guðrún sýndi frábæra takta í dönsunum. Sævar var síðan á tækniborðinu, þannig að við áttum okkar fulltrúa þarna. Ég mæli eindregið með því að enginn láti þessa sýningu fram hjá sér fara.
-------------
Það er síðan efni í aðra og miklu stærri grein að okkur Sunnlendingum skuli ekki takast að klára Menningarsalinn, þennan glæsilega sal sem er svona líka vel falinn inní Hótel Selfoss. Það er lyginni líkast hvað þetta er stór og góður salur og þyngra en tárum taki að okkur skuli ekki auðnast að finna þessu máli farsælan farveg.
-------------
Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar fundaði í gær og ég hvet fólk til að lesa fundargerðina sem er hér.
Ýmis áhugaverð mál voru tekin fyrir og eins og ávallt þá sýndist sitt hverjum.
Skemmti mér konunglega, leikurinn var afbragð og söngurinn ekki síðri. Lög strákanna í Skítamóral eru líka mjög grípandi og skemmtileg þannig að þarna leiðist engum. Verð að minnast á þátt Hvergerðinga þarna; Halldóra fór á kostum í þakklátu hlutveri og Anna Guðrún sýndi frábæra takta í dönsunum. Sævar var síðan á tækniborðinu, þannig að við áttum okkar fulltrúa þarna. Ég mæli eindregið með því að enginn láti þessa sýningu fram hjá sér fara.
-------------
Það er síðan efni í aðra og miklu stærri grein að okkur Sunnlendingum skuli ekki takast að klára Menningarsalinn, þennan glæsilega sal sem er svona líka vel falinn inní Hótel Selfoss. Það er lyginni líkast hvað þetta er stór og góður salur og þyngra en tárum taki að okkur skuli ekki auðnast að finna þessu máli farsælan farveg.
-------------
Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar fundaði í gær og ég hvet fólk til að lesa fundargerðina sem er hér.
Ýmis áhugaverð mál voru tekin fyrir og eins og ávallt þá sýndist sitt hverjum.
Comments:
Skrifa ummæli