10. mars 2004
Var á fundi í byggingarnefnd íþróttahúss FSU í dag. Fór að honum loknum að skoða bygginguna og fannst mikið til koma. Það er góður gangur í verkinu og allar líkur á því að nemendur FSU geti stundað íþróttir í þessu glæsilega hús á komandi hausti. Tilkoma þess mun valda byltingu í íþróttakennslu skólans og verður vonandi til þess að efla enn frekar þetta mikilvæga nám.
Bygging heimavistarinnar gengur heldur hægar enda kannski ekki við öðru að búast því það á ekki að taka hana í gagnið fyrr en um áramótin 2004-2005.
Með hinni nýju heimavist verður hægt að loka Þóristúninu og er það ekki seinna vænna því það húsnæði uppfyllir fæstar þær kröfur sem við gerum í dag til skólagarða. Nýja vistin verður spennandi búsetuvalkostur ekki bara fyrir nemendur sem koma úr öðrum landshlutum heldur ekki síður fyrir þá sem vilja fóta sig á eigin vegum í tilverunni en samt í svolítið verndaðri veröld.
Það er mikill gangur í framkvæmdum við skólann og alveg ljóst að með þessum viðbótum í húsakosti er FSU að festa sig í sessi sem einn fremsti og best búni framhaldskóli landsins í dag.
Bygging heimavistarinnar gengur heldur hægar enda kannski ekki við öðru að búast því það á ekki að taka hana í gagnið fyrr en um áramótin 2004-2005.
Með hinni nýju heimavist verður hægt að loka Þóristúninu og er það ekki seinna vænna því það húsnæði uppfyllir fæstar þær kröfur sem við gerum í dag til skólagarða. Nýja vistin verður spennandi búsetuvalkostur ekki bara fyrir nemendur sem koma úr öðrum landshlutum heldur ekki síður fyrir þá sem vilja fóta sig á eigin vegum í tilverunni en samt í svolítið verndaðri veröld.
Það er mikill gangur í framkvæmdum við skólann og alveg ljóst að með þessum viðbótum í húsakosti er FSU að festa sig í sessi sem einn fremsti og best búni framhaldskóli landsins í dag.
Comments:
Skrifa ummæli