15. september 2015
Þjóðarsáttmáli um læsi var undirritaður í dag af fulltrúum sveitarfélaga í Árnessýlsu. Athöfnin fór fram í glæsilega nýja skólanum þeirra á Stokkseyri en Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra undirritaði ásamt fulltrúa frá Heimili og skóli. Þetta var hin besta athöfn og ráðherra flutti afar góða ræðu um mikilvægi læsis og ekki síður um mikilvægi þess að við þessi fullorðnu gefum börnunum okkar þann tíma sem þarf til að þau geti æft sig að lesa. Það gefur þeim svo óendanlega mikið forskot í lífinu.
í dag fórum við Helga, skrifstofustjóri, yfir stöðu bókhalds fyrstu 8 mánuði ársins. Yfirleitt er rekstur stofnana í nokkuð góðu samræmi við fjárhagsáætlun, aðallega eru það launaliðir sem fara fram úr. Bæði er þar um að ræða launahækkanir en eins er hér um að ræða leiðréttinu á starfsmati sem greidd var út nú nýverið 14 mánuði aftur í tímann. Þar erum við að tala um þónokkuð miklar upphæðir enda þorri starfsmanna bæjarins í félögum sem lúta starfsmati.
Fundur í dag í stjórn þjónusturáðs um málefni fatlaðs fólks. Þar er enn allt við það sama, óskir koma fram um þjónustu en peningar eru af skornum skammti enda duga framlög til málaflokksins engan veginn fyrir þeirri þjónustu sem veitt er.
Comments:
Skrifa ummæli