7. september 2015
Haustrigningarnar hafnar fyrir alvöru og hér fossar regnið sem aldrei fyrr.
Í morgun tók ég á móti sendiherra Japans ásamt borgarstjóra borgarinnar Izu í Japan. Við ræddum nokkuð lengi um málefni er tengja þjóðirnar en á þessu svæði er til dæmis staðið frammi fyrir vanda sem væntanlega á bara eftir að aukast í hinum vestrænu löndum. Í borginni Izu búa um 32.000 manns en þar fæðast einungis um 130 börn á ári. Þar hefur líka fækkað mjög því unga fólki sem velur að vera í sambandi því eins og gestir mínir sögðu i morgun leggja mjög margir Japanir mestu áhersluna á sjálfa sig og þá er ekki pláss fyrir börn eða maka. Til að bregðast við þessu hafa yfirvöld í Izu ákveðið að greiða verðandi mæðrum 400 dollar við 26 viku meðgöngu svo þær geti búið sig sem best undir fæðingu barnsins.
Eftir skemmtilegt spjall heimsóttum við Landbúnaðarháskólann að Reykjum þar sem tilraunahúsið var skoðað og auðvitað Afríka sem var óvanalega gróskumikil í þetta sinn. Fórum síðan í Hveragarðinn sem vakti mikla lukku eins og alltaf. Þar vekja vatnslausir hverirnir jafn mikla athygli og áður enda hvar annars staðar er hægt að skoða hveri að innan ?
Síðdegis var meirhlutafundur til undirbúnings bæjarstjórnarfundinum sem verður í vikunni. Í sumar hefur bæjarráð farið með fullnaðarafgreiðslu mála en nú tekur bæjarstjórn við að loknu sumarfríi.
Kötturinn hefur ekki fengið útivistarleyfi eftir síðast strok. Nú höfum við þurft að sækja hann til strákanna á bílaverkstæðinu hans Jóa Garðars, til Lars og Ragnheiðar í Borg, í ísbúðina Gottís og allavega tvisvar á tjaldsvæðið. Á laugardagsmorguninn síðasta var síðan hringt árla úr Laugaskarði og tilkynnt að þar væri kattarspottið sest að. Hann var ekki sá vinælasti þegar ég brunaði þangað uppeftir eldsnemma til að sækja útilegumanninn mikla. Ég hef aldrei áður vitað til þess að maður sjái hreinlega undir þófana á heimiliskettinum í hvert sinn sem hann sleppur út og hann horfir ekki einu sinni til baka... Tengslamyndun hans er klárlega ekki í lagi - nema hann sé hreinlega bilaður sem mér finnst reyndar mun líklegra ! ! !
Í morgun tók ég á móti sendiherra Japans ásamt borgarstjóra borgarinnar Izu í Japan. Við ræddum nokkuð lengi um málefni er tengja þjóðirnar en á þessu svæði er til dæmis staðið frammi fyrir vanda sem væntanlega á bara eftir að aukast í hinum vestrænu löndum. Í borginni Izu búa um 32.000 manns en þar fæðast einungis um 130 börn á ári. Þar hefur líka fækkað mjög því unga fólki sem velur að vera í sambandi því eins og gestir mínir sögðu i morgun leggja mjög margir Japanir mestu áhersluna á sjálfa sig og þá er ekki pláss fyrir börn eða maka. Til að bregðast við þessu hafa yfirvöld í Izu ákveðið að greiða verðandi mæðrum 400 dollar við 26 viku meðgöngu svo þær geti búið sig sem best undir fæðingu barnsins.
Eftir skemmtilegt spjall heimsóttum við Landbúnaðarháskólann að Reykjum þar sem tilraunahúsið var skoðað og auðvitað Afríka sem var óvanalega gróskumikil í þetta sinn. Fórum síðan í Hveragarðinn sem vakti mikla lukku eins og alltaf. Þar vekja vatnslausir hverirnir jafn mikla athygli og áður enda hvar annars staðar er hægt að skoða hveri að innan ?
Síðdegis var meirhlutafundur til undirbúnings bæjarstjórnarfundinum sem verður í vikunni. Í sumar hefur bæjarráð farið með fullnaðarafgreiðslu mála en nú tekur bæjarstjórn við að loknu sumarfríi.
Kötturinn hefur ekki fengið útivistarleyfi eftir síðast strok. Nú höfum við þurft að sækja hann til strákanna á bílaverkstæðinu hans Jóa Garðars, til Lars og Ragnheiðar í Borg, í ísbúðina Gottís og allavega tvisvar á tjaldsvæðið. Á laugardagsmorguninn síðasta var síðan hringt árla úr Laugaskarði og tilkynnt að þar væri kattarspottið sest að. Hann var ekki sá vinælasti þegar ég brunaði þangað uppeftir eldsnemma til að sækja útilegumanninn mikla. Ég hef aldrei áður vitað til þess að maður sjái hreinlega undir þófana á heimiliskettinum í hvert sinn sem hann sleppur út og hann horfir ekki einu sinni til baka... Tengslamyndun hans er klárlega ekki í lagi - nema hann sé hreinlega bilaður sem mér finnst reyndar mun líklegra ! ! !
Comments:
Skrifa ummæli