22. september 2015
			  Fundur í dag á Hellu um svæðisskipulag á Suðurland.  Stór hópur frá öllum sveitarfélögum á Suðurlandi hefur nú hist þrisvar sinnum til að fara yfir möguleikana sem felast í sameiginlegu svæðisskipulagi.  Mikið hefur verið rætt um það hvaða leiðir í því væru vænlegastar en mörgum finnst Suðurland allt of stórt og viðamikið verkefni í þessu samhengi.  Matthildur Elmarsdóttir frá Alta hefur verið okkur til halds og trausts í þessu ferli og hefur gert það mjög vel.  Við höfum mikið rætt um kortlagningu á gæðum og möguleikum svæðisins en endanleg tillaga hópsins mun verða lögð fyrir stjórn SASS og ársþingið sem halda á í október. 
			  
			
	
	
		Það er mikið fjör í lóðamálum og byggingum nýrra íbúða hér í Hveragerði. Búið er að úthluta öllum raðhúsalóðum sem bærinn hefur yfir að ráða í bili sem og öllum parhúsalóðum.  Einungis eru til úthlutunar tvær einbýlishúsalóðir og nokkrar lóðir til atvinnurekstrar.  Einkaaðilar hafa réttindi nokkurra lóða á sínu forræði og eru einhverjir þeirra farnir að hugsa sér til hreyfings og vinna að skipulagsmálum.  Það er greinileg þörf á fleiri íbúðum hér í bæ og ljóst að fjölgun Hvergerðinga mun halda áfram á næstunni. 
--------
Fór í minn þriðja tíma í Zumba í dag - mikið rosalega er þetta gaman :-)  Frekar flókið samt og ógrynni af sporum sem þarf að læra !   Ætla að mæta aftur kl. 6  í fyrramálið þar sem framundan er hin árlega fjármálaráðstefna sveitarfélaga og þá er enginn tími fyrir ræktina :-)  
Næst verður skrifað á bloggið um helgina - fylgist því vel með ...
			Comments:
			
			Skrifa ummæli
		
	
	

 
 

