18. september 2015
Persónukjör er viðhaft í kosningum í Noregi. Með þannig kosningafyrirkomulagi geta kjósendur haft mun meiri áhrif á það hvaða einstaklingar ná kjöri.
Eins og þið sjáið hefur hin aldna kempa Thorvald Stoltenberg nú gengið í endurnýjun lífdaga í norskum stjórnmálum og greinilega kom það fáum meira á óvart en honum sjálfum.
Með þessu kosningafyrirkomulagi sem ég held að sé á margan hátt mjög gott, getur nefnilega hver sem er blandað sér í baráttuna og "heiðurssætið" getið af sér bæjarfulltrúa eins og reyndin varð í Noregi núna.
Það hefur svo sem verið reynt að koma á persónukjöri hér á landi en frumvarp dagaði uppi árið 2012 sem gerði það að tillögu að einmitt norska leiðin yrði tekin upp hér. Mér fannst reyndar alltaf og finnst enn að úr því að þingmenn eru svona kappsamir um persónukjörið að þá ætti að sjálfsögðu að innleiða það fyrst við þingkosningar. Spurning hvort að einhverjir þar inni óttist svo mjög vilja kjósenda að þeir vilji endilega fyrst innleiða þetta á sveitarstjórnarstiginu og vera sjálfir áfram öruggir í sínum sætum...
Þessi texti er frá Innanríkisráðuneytinu:
"Kosningar til sveitarstjórna hefði þá annað hvort verið bundnar hlutfallskosningar eða óbundnar kosningar, eins og verið hefur, þ.e. listakosningar eða hreinar persónukosningar. Eini munurinn yrði sá að kjósandi við bundnar listakosningar ætti þess kost að veita einstökum frambjóðendum persónuatkvæði sitt með því að krossa fyrir framan nafn eða nöfn frambjóðenda, bæði á þeim lista sem hann kýs og á öðrum listum. Samanlögð persónuatkvæði hvers og eins frambjóðanda réðu því svo hver endanleg röð hans yrði á listanum miðað við aðra frambjóðendur, að teknu tilliti til þess atkvæðaálags sem hann kynni að njóta frá eigin flokk
Comments:
Skrifa ummæli