Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga hittist hér fyrir austan fjall í dag. Byrjuðum á fundi með bæjarstjórn Ölfuss þar sem farið var yfir helstu verkefni sveitarfélagins. Það sama var síðan gert með bæjarstjórn Árborgar í hádeginu á Selfossi. Stjórnin fundaði síðan í Hveragerði en að fundi loknum var Björk Vilhelmsdóttur færður þessi fíni blómvöndur ásamt þökkum fyrir samstarfið og árnaðaróskum um góða framtíð. Það var að sjálfsögðu formaðurinn Halldóir Halldórsson sem afhenti blómin.
Að loknum fundinum fór stjórn Sambandsins í stutta skoðunarferð um Hveragerði. Heimsóttum Bananahúsið á Reykjum þar sem gestir smökkuðu tómata, gúrkur, fíkjur og banana beint af trjánum.
Slroppið var í Hamarshöllina og endaði síðan í Kjörís þar sem þessi frábæra mynd af stjórninni og starfsmönnum var tekin. Allir með klæðileg hárnet enda stödd í matvælafyrirtæki :-)
# posted by Aldís Hafsteinsdóttir @ 12.9.15