20. mars 2007
Baltimore ....
... var frábær. Skoðuðum mikið þrátt fyrir að hafa átt okkar stundir í verslunarmiðstöðvunum. Fórum á markaðinn í Lexington og hittum 3 kynslóð Faidley´s sem búa til bestu krabbakökur í heimi. Fórum uppí útsýnisturn yfir miðbænum en veðrið var eins og best var á kosið þann daginn. Reyndar lentum við í óveðri á þeirra mælikvarða. Fyrsta daginn var reglulega leiðinlegt veður jafnvel á okkar mælikvarða. Þeim degi var eytt innandyra í Arundel Mills verslunarmiðstöðinni. Fórum á glæsilega miðalda sýningu þar sem Bandaríkjamenn sýndu það sem þeir eru bestir í en það er skipulagning svona sýninga. Mjög flott. Kynntumst strax fyrsta daginn eldri leigubílstjóra sem gerði ferðina enn skemmtilegri en hann keyrði okkur útum allt og meðal annars uppað dyrum á öllu sem markvert má teljast í Washington. Þeir sem eiga leið til Baltimore hafi samband til að fá númerið hjá Gerry ! ! ! En vegna mótmæla og lögregluaðgerða í Washington var búið að loka mörgum götum og byggingum þannig að nú verðum við að fara aftur fljótlega til að skoða það sem uppá vantar :-)
Dóttir mín í útlegðinni heldur úti bráðskemmtilegu bloggi sem hægt er að fylgjast með hér. Hún sendi mér innkaupalista til Bandaríkjanna yfir það sem vantaði helst á þeim bænum. Um það skrifaði hún eftirfarandi:
Ohh stundum er ég bara alltof skemmtileg og auðveld í umgengni við mitt æðra vald. Múttus í mega leiðangri með saumaklúbbnum, sem saumar ekki held ég, í Bandaríkjalandi á eyðslutripi.
Hún vildi endilega að ég gæfi henni lista svo ég sendi henni einn góðan sem ég bind miklar vonir við.
Griflur - vatnsbrúsa - pox- lambusetta - pony advance - ninja búning - hjólaskauta - sokka-... man ekki restina. En þetta er var geggjaður listi
Aðrar dætur saumaklúbbsvinkvennanna sendu lista í Victoria Secret og Levi´s, en neibb ekki mín, ég reyndi eins og ég gat að finna Ninja búning og hjólaskauta í hennar stærð en hafði ekki árangur sem erfiði. Kostur reyndar að þetta var ódýr listi :-)
... var frábær. Skoðuðum mikið þrátt fyrir að hafa átt okkar stundir í verslunarmiðstöðvunum. Fórum á markaðinn í Lexington og hittum 3 kynslóð Faidley´s sem búa til bestu krabbakökur í heimi. Fórum uppí útsýnisturn yfir miðbænum en veðrið var eins og best var á kosið þann daginn. Reyndar lentum við í óveðri á þeirra mælikvarða. Fyrsta daginn var reglulega leiðinlegt veður jafnvel á okkar mælikvarða. Þeim degi var eytt innandyra í Arundel Mills verslunarmiðstöðinni. Fórum á glæsilega miðalda sýningu þar sem Bandaríkjamenn sýndu það sem þeir eru bestir í en það er skipulagning svona sýninga. Mjög flott. Kynntumst strax fyrsta daginn eldri leigubílstjóra sem gerði ferðina enn skemmtilegri en hann keyrði okkur útum allt og meðal annars uppað dyrum á öllu sem markvert má teljast í Washington. Þeir sem eiga leið til Baltimore hafi samband til að fá númerið hjá Gerry ! ! ! En vegna mótmæla og lögregluaðgerða í Washington var búið að loka mörgum götum og byggingum þannig að nú verðum við að fara aftur fljótlega til að skoða það sem uppá vantar :-)
Dóttir mín í útlegðinni heldur úti bráðskemmtilegu bloggi sem hægt er að fylgjast með hér. Hún sendi mér innkaupalista til Bandaríkjanna yfir það sem vantaði helst á þeim bænum. Um það skrifaði hún eftirfarandi:
Ohh stundum er ég bara alltof skemmtileg og auðveld í umgengni við mitt æðra vald. Múttus í mega leiðangri með saumaklúbbnum, sem saumar ekki held ég, í Bandaríkjalandi á eyðslutripi.
Hún vildi endilega að ég gæfi henni lista svo ég sendi henni einn góðan sem ég bind miklar vonir við.
Griflur - vatnsbrúsa - pox- lambusetta - pony advance - ninja búning - hjólaskauta - sokka-... man ekki restina. En þetta er var geggjaður listi
Aðrar dætur saumaklúbbsvinkvennanna sendu lista í Victoria Secret og Levi´s, en neibb ekki mín, ég reyndi eins og ég gat að finna Ninja búning og hjólaskauta í hennar stærð en hafði ekki árangur sem erfiði. Kostur reyndar að þetta var ódýr listi :-)
Comments:
Skrifa ummæli