22. júlí 2015
Átti í dag góðan fund með aðilum frá Landsbankanum en sá banki var svo lánsamur að eignast Eden lóðina við yfirtökuna á Sparisjóði Vestmannaeyja. Ræddum við ítarlega þá möguleika sem þarna eru og hver væri vilji bankans varðandi nýtingu. Væntanlega mun þetta verða betur rætt á næstu vikum með tilliti til þeirra möguleika sem eru í stöðunni.
Fæ stundum skemmtilega pósta frá honum Baniprosonno sem er listamaður sem býr á Indlandi. Hann hefur komið hingað nokkrum sinnum og búið í listamannaíbúðinni okkar, Varmahlíð.
Í morgun biðu mín til dæmis nokkrar myndir og þessi var ein af þeim. Mér finnst þetta fallegt...
Comments:
Skrifa ummæli