9. desember 2014
Búin - þá geta jólin komið :-)
Jólakortin skrifa sig víst ekki sjálf - en þegar það er búið þá er alltaf þungu fargi af mér létt. Betri helmingurinn lokaði umslögunum, það er nú þó það :-)
Í morgun var fundur í vinnuhópnum sem unnið hefur að umhverfisúrbótunum í Reykjadal. Þar hefur verið unnið þrekvirki í sumar í þeirri viðleitni að reyna að lagfæra þær gróðurskemmdir sem þarna höfðu þegar orðið. Búið er að leggja mikla tré göngustíga, brýr og byggja palla meðfram læknum þannig að núna eiga gestir að geta komist þarna um án þess að sökkva upp á mjóalegg í drullu. Auðvitað eru þetta miklar framkvæmdir og þær sjást. En vonandi munu þær falla betur að landslagi þegar öllu er lokið og náttúran mun faðma þær betur. Ef ekki þá er rétt að muna að hér er umafturkræfa aðgerð að ræða sem hægt verður að breyta og bæta síðar ef vill.
Fundarboð bæjarstjórnar fór út í dag. Ansi feitt enda í því bæði næsta árs fjárhagsáætlun og þriggja ára auk fjölda erinda. Meira um það síðar....
Comments:
Skrifa ummæli