28. mars 2012
Undanfarnir dagar hafa verið erilsamir á hinum ýmsu sviðum. Búið er að ganga frá ráðningu starfsmanna vegna sýningarinnar Blóm í bæ og garðyrkjunnar í sumar. Ásta Camilla verður sýningarstjóri og Elínborg Ólafsdóttir verður henni til halds og trausts. Skelegg kona, Guðrún Rósa Hólmarsdóttir, hefur verið ráðin garðyrkjumaður og mun hún sjá til þess að bærinn verði okkur öllum til sóma í sumar. Allar eru þær ráðnar tímabundinni ráðningu, mislengi. Þetta er flottur hópur kvenna sem setja mun svip sinn á Hveragerði í sumar. Á næstu dögum verður auglýst eftir starfsmönnum í hin ýmsu sumarstörf og fljótlega eftir páska geta ungmenni skráð sig í Vinnuskólann.
Nú vinna endurskoðendur bæjarins og Helga, skrifstofustjóri, baki brotnu til að hægt sé að klára ársreikning bæjarins til fyrri umræðu strax eftir páska. Ætli sé ekki best að vera með sem minnstar yfirlýsingar varðandi niðurstöðuna þangað til að niðurstaðan liggur fyrir.
Núna er allt á fullu við undirbúning brúðkaups Mandy og James næsta laugardag. Þau eru foreldrar hans Louie sem spilað hefur með Hamri í körfunni í vetur. Þau féllu svona kirfilega fyrir landinu að þau ákváðu að láta pússa sig saman hér næsta laugardag. Gárungarnir segja að Lárus hafi örugglega eytt meiri tíma í að undirbúa þetta brúðkaup heldur en sitt eigið :-) Þetta verður áreiðanlega mjög skemmtileg því gestalistinn er í fjölbreyttara lagi og gaman verður að eyða deginum með þessu góða fólki. Eitt er víst að margur tónlistarmaðurinn gæfi mikið fyrir að fá að eyða kvöldinu í þessum hópi.
Nú vinna endurskoðendur bæjarins og Helga, skrifstofustjóri, baki brotnu til að hægt sé að klára ársreikning bæjarins til fyrri umræðu strax eftir páska. Ætli sé ekki best að vera með sem minnstar yfirlýsingar varðandi niðurstöðuna þangað til að niðurstaðan liggur fyrir.
Núna er allt á fullu við undirbúning brúðkaups Mandy og James næsta laugardag. Þau eru foreldrar hans Louie sem spilað hefur með Hamri í körfunni í vetur. Þau féllu svona kirfilega fyrir landinu að þau ákváðu að láta pússa sig saman hér næsta laugardag. Gárungarnir segja að Lárus hafi örugglega eytt meiri tíma í að undirbúa þetta brúðkaup heldur en sitt eigið :-) Þetta verður áreiðanlega mjög skemmtileg því gestalistinn er í fjölbreyttara lagi og gaman verður að eyða deginum með þessu góða fólki. Eitt er víst að margur tónlistarmaðurinn gæfi mikið fyrir að fá að eyða kvöldinu í þessum hópi.
Comments:
Skrifa ummæli