<$BlogRSDUrl$>

19. mars 2012

Uppskera síðustu helgar var ekki sérlega góð fyrir Heiðmerkurfjölskylduna! Ég náði ekki settu marki á Flokksráðsfundinum í Kópavogi og Bjarni og félagar í körfunni duttu út í úrslitakeppninni og komast því ekki í Úrvalsdeildina í þetta skipti. Í hvorugu tilfellinu er um einhvern landbrest að ræða. Ég fór í framboð af því að ég trúði því að ég gæti gert gagn fyrir Sjálfstæðisflokkinn á þessum vettvangi. Aðrir voru ekki sama sinnis og þá er það bara þannig. Ég var ansi fúl yfir þessu í svona einn og hálfan tíma en svo sá ég strax í stöðunni fjölmargar jákvæðar hliðar. Hef til dæmis mun meiri frítíma en annars hefði orðið. Hugsið ykkur hvað það er yndislegt :-) Get líka einbeitt mér enn betur að málefnum Hveragerðisbæjar og það er eitt af því skemmtilegasta sem ég geri.

Hefði samt sem áður talið að tækifærið til breytinga hefði átt að nýta betur! Þeirri skoðun kom ég á framfæri við Magnús Hlyn hjá Dagskránni og þaðan rataði sá pistill á dfs.is og mbl.is !

Hér er fréttin:

Auðvitað eru það vonbrigði að flokksráðsmenn skyldu ekki nýta þetta tækifæri til að breikka forystuna og veita aðila utan þingflokksins brautargengi,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar, sem var í kjöri til 2. varaformanns Sjálfstæðisflokksins á flokksráðsfundi um helgina í samtali við fréttavefinn DFS. „En það var greinilega ekki stemning fyrir slíku og því fór sem fór. Greinilega var minnst eftirspurn eftir konu úr sveitarstjórnargeiranum og kannski spilaði þar inn í að þegar er ein glæsileg kona í forystusveitinni. Tvær konur í forystusveitina var kannski of mikil breyting fyrir marga.

En fyrir mig var þetta skemmtileg reynsla og gaman að taka þátt í þessum slag. Ég er stolt af mínu fólki sem vann vel í aðdraganda fundarins. Við Hvergerðingar megum vera ánægð með okkar hlut innan Sjálfstæðisflokksins þó að ég hafi ekki náð því markmiði sem ég ætlaði mér í þessum kosningum. Ég er formaður sveitarstjórnarráðs og á sem slík sæti í miðstjórn. Einnig var ég nýlega tilnefnd sem annar af tveimur tengiliðum flokksins við Evrópusamtök íhaldsflokka sem er skemmtilegt og fróðlegt verkefni. Eyþór H. Ólafsson situr einnig í miðstjórn og Unnur Þormóðsdóttir var á flokksráðsfundinum kosin í stjórn velferðarnefndar. Friðrik Sigurbjörnsson er formaður kjördæmisráðs ungra sjálfstæðismanna og því er það morgunljóst að við munum áfram vinna af heilindum og krafti að því uppbyggingarstarfi sem nauðsynlegt er til að flokkurinn nái fyrri styrk,“ sagði Aldís í samtali við DFS (fréttavefur Dagskrárinnar héraðsfréttablaðs).


En svona fyrir utan niðurstöðu kosninganna þá var helgin hin ágætasta. Flokksráðsfundurinn var skemmtilegur og hnitmiðaður. Formaður og varaformaður héldur góðar ræður og formenn ungra, kvenna og eldri borgara héldu einnig góðar tölur. Þar fannst mér sérstaklega Jarþrúður formaður Landssambands Sjálfstæðiskvenna komast vel frá sínu. Hélt skelegga og góða ræðu um stöðu kvenna og skilgreindi þar stöðuna með skemmtilegum hætti.

Árshátíð Kjörís var haldin á Hótel Heklu þannig að þangað var haldið um leið og tækifæri gafst á laugardeginum. Mikið fjör enda líflegur hópur þar á ferð. Húsið fylltist síðan af gestum á sunnudeginum, stórfjölskyldan og góðir vinir svo mikið var skrafað og skeggrætt. Góður endir á viðburðarríkri helgi !

Í dag mánudag var tíminn notaður til að taka til og ganga frá gögnum. Svara tölvupóstum og erindum og aðeins að hreinsa til í "inboxinu". Slíkt þarf að gera af og til :-)




Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

  • Um Aldísi ...
  • Ræður og greinar ...
  • Aftur á forsíðu...
  • Tenglar
  • Mjúkhýsi í Hveragerði ?
  • Síða Sjálfstæðisflokksins
  • Sjálfstæðismenn í Hveragerði
  • Sjálfstæðiskonur
  • Sjálfstæðismenn í Suður.
  • Gagnagátt Sambandsins
  • Besti ísinn!
  • Morgunblaðið á netinu
  • Vísir.is
  • DFS - Fréttasíða Dagskrárinnar
  • Fleiri Sunnlenskar fréttir
  • Mælingar á loftgæðum í Hveragerði
  • Hveragerði
  • Heimasíður fyrirtækja í Hveragerði
  • Grunnskólinn í­ Hveragerði
  • Íþróttafélagið Hamar
  • Veðurspá fyrir Hveragerði
  • Fjölbrautaskóli Suðurlands
  • Gagnasöfn Hvar.is
  • Besti bloggarinn ! ! !
  • Vefbanki Valla...
  • SASS
  • Myndir Bjössa á Bláfelli
  • Nátturan.is
  • Orðaþýðingar - frábær síða
  • Færð og veður á SV-landi
  • Leitarvélin
  • Sí­maskráin
  • Ýmsar myndir
  • Myndasíða
  • Úr reisubókinni
  • Flórída janúar 2017
  • Litháen, Armenia og Karabakh 2015
  • Serbí­a og Svartfjallaland 2005
  • Istanbul í­ Tyrklandi 2005
  • Búkarest í Rúmení­u 2006
  • Ítalía 2007
  • Svartfjallaland 2008
  • Danmörk 2010
  • Heimsreisa Laufeyjar og Elvars 2011-2012
  • Hefur þú skoðun?
  • Hafðu samband!
    Eldri færslur
  • 1.1.2004 - 1.2.2004
  • 1.2.2004 - 1.3.2004
  • 1.3.2004 - 1.4.2004
  • 1.5.2004 - 1.6.2004
  • 1.6.2004 - 1.7.2004
  • 1.7.2004 - 1.8.2004
  • 1.8.2004 - 1.9.2004
  • 1.9.2004 - 1.10.2004
  • 1.10.2004 - 1.11.2004
  • 1.11.2004 - 1.12.2004
  • 1.12.2004 - 1.1.2005
  • 1.1.2005 - 1.2.2005
  • 1.3.2005 - 1.4.2005
  • 1.4.2005 - 1.5.2005
  • 1.5.2005 - 1.6.2005
  • 1.6.2005 - 1.7.2005
  • 1.7.2005 - 1.8.2005
  • 1.8.2005 - 1.9.2005
  • 1.9.2005 - 1.10.2005
  • 1.10.2005 - 1.11.2005
  • 1.11.2005 - 1.12.2005
  • 1.12.2005 - 1.1.2006
  • 1.1.2006 - 1.2.2006
  • 1.2.2006 - 1.3.2006
  • 1.3.2006 - 1.4.2006
  • 1.4.2006 - 1.5.2006
  • 1.5.2006 - 1.6.2006
  • 1.6.2006 - 1.7.2006
  • 1.7.2006 - 1.8.2006
  • 1.8.2006 - 1.9.2006
  • 1.9.2006 - 1.10.2006
  • 1.10.2006 - 1.11.2006
  • 1.11.2006 - 1.12.2006
  • 1.12.2006 - 1.1.2007
  • 1.1.2007 - 1.2.2007
  • 1.2.2007 - 1.3.2007
  • 1.3.2007 - 1.4.2007
  • 1.4.2007 - 1.5.2007
  • 1.5.2007 - 1.6.2007
  • 1.6.2007 - 1.7.2007
  • 1.7.2007 - 1.8.2007
  • 1.8.2007 - 1.9.2007
  • 1.9.2007 - 1.10.2007
  • 1.10.2007 - 1.11.2007
  • 1.11.2007 - 1.12.2007
  • 1.12.2007 - 1.1.2008
  • 1.1.2008 - 1.2.2008
  • 1.2.2008 - 1.3.2008
  • 1.3.2008 - 1.4.2008
  • 1.4.2008 - 1.5.2008
  • 1.5.2008 - 1.6.2008
  • 1.6.2008 - 1.7.2008
  • 1.7.2008 - 1.8.2008
  • 1.8.2008 - 1.9.2008
  • 1.9.2008 - 1.10.2008
  • 1.10.2008 - 1.11.2008
  • 1.11.2008 - 1.12.2008
  • 1.12.2008 - 1.1.2009
  • 1.1.2009 - 1.2.2009
  • 1.2.2009 - 1.3.2009
  • 1.3.2009 - 1.4.2009
  • 1.4.2009 - 1.5.2009
  • 1.5.2009 - 1.6.2009
  • 1.6.2009 - 1.7.2009
  • 1.7.2009 - 1.8.2009
  • 1.8.2009 - 1.9.2009
  • 1.9.2009 - 1.10.2009
  • 1.10.2009 - 1.11.2009
  • 1.11.2009 - 1.12.2009
  • 1.12.2009 - 1.1.2010
  • 1.1.2010 - 1.2.2010
  • 1.2.2010 - 1.3.2010
  • 1.3.2010 - 1.4.2010
  • 1.4.2010 - 1.5.2010
  • 1.5.2010 - 1.6.2010
  • 1.6.2010 - 1.7.2010
  • 1.7.2010 - 1.8.2010
  • 1.8.2010 - 1.9.2010
  • 1.9.2010 - 1.10.2010
  • 1.10.2010 - 1.11.2010
  • 1.11.2010 - 1.12.2010
  • 1.12.2010 - 1.1.2011
  • 1.1.2011 - 1.2.2011
  • 1.2.2011 - 1.3.2011
  • 1.3.2011 - 1.4.2011
  • 1.4.2011 - 1.5.2011
  • 1.5.2011 - 1.6.2011
  • 1.6.2011 - 1.7.2011
  • 1.7.2011 - 1.8.2011
  • 1.8.2011 - 1.9.2011
  • 1.9.2011 - 1.10.2011
  • 1.10.2011 - 1.11.2011
  • 1.11.2011 - 1.12.2011
  • 1.12.2011 - 1.1.2012
  • 1.1.2012 - 1.2.2012
  • 1.2.2012 - 1.3.2012
  • 1.3.2012 - 1.4.2012
  • 1.4.2012 - 1.5.2012
  • 1.5.2012 - 1.6.2012
  • 1.6.2012 - 1.7.2012
  • 1.7.2012 - 1.8.2012
  • 1.8.2012 - 1.9.2012
  • 1.9.2012 - 1.10.2012
  • 1.10.2012 - 1.11.2012
  • 1.11.2012 - 1.12.2012
  • 1.12.2012 - 1.1.2013
  • 1.1.2013 - 1.2.2013
  • 1.2.2013 - 1.3.2013
  • 1.3.2013 - 1.4.2013
  • 1.4.2013 - 1.5.2013
  • 1.5.2013 - 1.6.2013
  • 1.6.2013 - 1.7.2013
  • 1.7.2013 - 1.8.2013
  • 1.8.2013 - 1.9.2013
  • 1.9.2013 - 1.10.2013
  • 1.10.2013 - 1.11.2013
  • 1.11.2013 - 1.12.2013
  • 1.12.2013 - 1.1.2014
  • 1.1.2014 - 1.2.2014
  • 1.2.2014 - 1.3.2014
  • 1.3.2014 - 1.4.2014
  • 1.4.2014 - 1.5.2014
  • 1.5.2014 - 1.6.2014
  • 1.8.2014 - 1.9.2014
  • 1.9.2014 - 1.10.2014
  • 1.10.2014 - 1.11.2014
  • 1.11.2014 - 1.12.2014
  • 1.12.2014 - 1.1.2015
  • 1.1.2015 - 1.2.2015
  • 1.2.2015 - 1.3.2015
  • 1.3.2015 - 1.4.2015
  • 1.4.2015 - 1.5.2015
  • 1.6.2015 - 1.7.2015
  • 1.7.2015 - 1.8.2015
  • 1.8.2015 - 1.9.2015
  • 1.9.2015 - 1.10.2015
  • 1.10.2015 - 1.11.2015
  • 1.11.2015 - 1.12.2015
  • 1.12.2015 - 1.1.2016
  • 1.1.2016 - 1.2.2016
  • 1.2.2016 - 1.3.2016
  • 1.3.2016 - 1.4.2016
  • 1.4.2016 - 1.5.2016
  • 1.5.2016 - 1.6.2016
  • 1.6.2016 - 1.7.2016
  • 1.7.2016 - 1.8.2016
  • 1.8.2016 - 1.9.2016
  • 1.9.2016 - 1.10.2016
  • 1.10.2016 - 1.11.2016
  • 1.11.2016 - 1.12.2016
  • 1.12.2016 - 1.1.2017
  • 1.1.2017 - 1.2.2017
  • 1.2.2017 - 1.3.2017
  • 1.3.2017 - 1.4.2017
  • 1.5.2017 - 1.6.2017
  • 1.6.2017 - 1.7.2017
  • 1.8.2017 - 1.9.2017
  • 1.9.2017 - 1.10.2017
  • 1.10.2017 - 1.11.2017
  • 1.11.2017 - 1.12.2017
  • 1.12.2017 - 1.1.2018
  • 1.1.2018 - 1.2.2018
  • 1.2.2018 - 1.3.2018
  • 1.3.2018 - 1.4.2018
  • 1.4.2018 - 1.5.2018
  • 1.5.2018 - 1.6.2018
  • 1.8.2018 - 1.9.2018
  • 1.11.2018 - 1.12.2018
  • 1.4.2021 - 1.5.2021
  • 1.5.2021 - 1.6.2021
  • 1.6.2021 - 1.7.2021
  • 1.7.2021 - 1.8.2021
  • Free Guestbook from Bravenet Free Guestbook from Bravenet