8. mars 2012
Í dag var í fyrsta sinn útvarpað beint á netinu frá fundi bæjarstjórnar hér í Hveragerði. Tókst að ég held ágætlega og mesta furða hvað lítið var um hnökra. Nú þurfa allir sem taka til máls að fara í ræðustól og mun betri stjórn er á fundinum með því móti. Milli 10 og 12 aðilar hlustuðu á fundinn samkvæmt tölvutalningunni og það er allavega 10 sinnum fleiri en þeir sem setið hafa fundina sem áheyrendur hingað til. Á fundinum snérist umræðan að mestu um Hamarshöllina. Nú höfum við rætt fram og til baka um þá ágætu byggingu í um það bil 5 ár, það verða margir fegnir þegar hún rís og umræðan færist yfir á annað stig!
Hópurinn sem vinnur með mér að framboði til 2. varaformanns hittist síðdegis í dag. Ánægja var með bréfið sem barst flokksráðsmönnum í dag og vonum við að skilaboðin hafi hitt í mark. Við lögðum línur fyrir næstu daga en á laugardaginn verður kjördæmisþing hér í Suðurkjördæmi og næsta laugardag er síðan flokksráðsfundurinn.
Á morgun verð ég þátttakandi í Hrafnaþingi með Ingva Hrafni og félögum. Hann hefur oft óskað eftir því að ég kæmi í þáttinn en það hefur ekki gengið fyrr en nú. Enn ein reynslan í bankann :-)
Í dag var annars mikill erill og margir sem rætt var við. Meðal þeirra voru konur frá Kvenfélagi Hveragerðisbæjar, aðilar sem vildu ræða um uppbyggingu á Eden reitnum, fulltrúi frá Hagstofunni vegna manntalsins sem nú er í gangi og formaður Leikfélagsins en þau frumsýna Línu langsokk á laugardaginn.
Hópurinn sem vinnur með mér að framboði til 2. varaformanns hittist síðdegis í dag. Ánægja var með bréfið sem barst flokksráðsmönnum í dag og vonum við að skilaboðin hafi hitt í mark. Við lögðum línur fyrir næstu daga en á laugardaginn verður kjördæmisþing hér í Suðurkjördæmi og næsta laugardag er síðan flokksráðsfundurinn.
Á morgun verð ég þátttakandi í Hrafnaþingi með Ingva Hrafni og félögum. Hann hefur oft óskað eftir því að ég kæmi í þáttinn en það hefur ekki gengið fyrr en nú. Enn ein reynslan í bankann :-)
Í dag var annars mikill erill og margir sem rætt var við. Meðal þeirra voru konur frá Kvenfélagi Hveragerðisbæjar, aðilar sem vildu ræða um uppbyggingu á Eden reitnum, fulltrúi frá Hagstofunni vegna manntalsins sem nú er í gangi og formaður Leikfélagsins en þau frumsýna Línu langsokk á laugardaginn.
Comments:
Skrifa ummæli