12. september 2017
Dagarnir sem liðnir eru af vikunni hafa verið undirlagðir störfum vegna Almannavarna. Víðir Reynisson og Kjartan Þorkelsson lögreglustjóri hafa meira og minna haft bækistöðvar hér á skrifstofunni og hafa þeir átt góða og gagnlega fundi með ýmsum starfsmönnum og hópum. Unnið er að uppfærslu "langtímaviðbragða við samfélagslegri röskun af völdum náttúruvár eða annarra atburða" en einnig var skilgreint hverjar eru helstu áhættur á sviði almannavarna hér í Hveragerði. Í kvöld var svo almennur íbúafundur sem var nokkuð vel sóttur en þar var fjallað um viðlagatryggingu, almannavarnir, löggæslu og náttúruvá og rannsóknir Veðurstofunnar. Þetta var hinn besti fundur þar sem fjallað var ítarlega um mál sem snerta hvert einasta heimili.
Comments:
Skrifa ummæli