28. febrúar 2018
Í dag hittist hópurinn sem hefur haft veg og vanda af móttöku flóttamannanna sem hingað komu frá Sýrlandi. Hingað til Hveragerðis komu hjón með 5 börn sem öllum virðast líka nokkuð vel hér hjá okkur. Það hefur klárlega haft mikil áhrif hversu öflugir sjálfboðaliðar Rauða krossins hafa verið, hreint ómetanlegur stuðningur við fjölskylduna. Við erum kannski ekki svo langt út á landi að orð Hallgríms Helgasonar eigi hér við, en það má aldrei gleyma því að í smærri samfélögum út í landi felast lífsgæði sem þeir sem búa í hringiðu höfuðborgarinnar fara á mis við.
Heyrði í Guðna, orkumálastjóra, í dag. Hafði verið í sambandi við hann vegna vandræða gufuveitunnar hér í bæ í vikunni og hann og hans fólk hafa unnið í málum síðan. Nú er orðið ljóst að Veitur munu fá til afnota öflugar borholur hér fyrir ofan Hveragerði en með tengingu þeirra við gufuveitu Hvergerðinga eigum við að vera örugg með orku til framtíðar.
Heyrði í Guðna, orkumálastjóra, í dag. Hafði verið í sambandi við hann vegna vandræða gufuveitunnar hér í bæ í vikunni og hann og hans fólk hafa unnið í málum síðan. Nú er orðið ljóst að Veitur munu fá til afnota öflugar borholur hér fyrir ofan Hveragerði en með tengingu þeirra við gufuveitu Hvergerðinga eigum við að vera örugg með orku til framtíðar.
Comments:
Skrifa ummæli