20. febrúar 2018
Lífsmark - betra en ekkert !
Hitti Hörð og Ingibjörgu í Bónus í dag. Þau eru afskaplega skemmtileg hjón og segja mér yfirleitt svona nokkurn veginn hvað þeim finnst. Það er hreint dásamlegt. Þau eru líka foreldrar Bjarna Harðar þess mikla mektarmanns. En í dag brugðust þau undarlega við þegar þau rákust á mig því þau töldu næsta víst að ég væri ennþá á Spáni. Mér fannst það nú harla undarlegt því þá væri ég búin að vera þar í margar vikur. En það var þá vegna þess að ég hafði ekki sett eina einustu færslu á bloggið síðan ég sagðist vera farin til Spánar. Þess vegna hlaut ég að vera þar ennþá! Þetta hvatti mig til dáða...
Ég er semsagt komin heim eftir ansi góða daga, sólríka og notalega, á suðrænum slóðum.
Hér heima held ég að það geti bara ekki hætt að snjóa og nú búum við okkur undir enn eitt fárviðrið. Það er ekki skrýtið þó þessi þjóð sé harðgerð - það er hreinlega ekki undan því komist ! ! !
En það hefur verið nóg að sýsla síðan ég kom heim. Verkefnin biðu í hrönnum og nú styttist þetta kjörtímabil óðum. Við höfum samt aldrei farið á taugum fyrir kosningar og sett þá skyndilega á dagskrá hin ýmsu stórverkefni heldur viljum við frekar sjá eðlilega framvindu allra verka hvort sem það eru kosningar eða ekki. Okkur sýnist fólk hér í bæ kunna vel að meta þetta.
Í dag áttum við Jón Friðrik, byggingafulltrúi, fund með fulltrúum Vegagerðarinnar þar sem við fórum yfir endurbætur á Breiðumörk á síðustu árum og þær sem framundan eru. Vegagerðin mun taka þátt í þeim kostnaði annað hvort að öllu eða verulega leyti þar sem Breiðamörkin er þjóðvegur í þéttbýli eins og það hét nú einu sinni. Góður fundur þar sem enn og aftur Hellisheiðin og tíðar lokanir voru til umræðu ásamt öðru.
Nú er unnið að gerð útboðsgagna fyrir veglagningu í Kambalandi svo hægt sé að úthluta þar lóðum í fyrsta áfanga, 4 raðhús með 4 íbúðum í hverju, 1 parhús og 5 einbýlishús eru í fyrstu götunni en jafnframt er Skipulagsnefnd að vinna að þéttingu byggðar á þessum fyrsta reit svo úthluta megi enn frekar þar á næstunni.
Unnið er að gerð útboðsgagna vegna niðurrifs á Friðarstöðum en væntanlega á því að vera lokið fyrir miðjan júní. Húsið á að flytja í byrjun mars en mér sýnist nú veðrið ætla aðeins að stríða kaupandanum hvað það varðar. Sem betur fer er stutt að fara með þetta risastóra hús en Þorsteinn og Magnea í Reykjakoti ætla að mjaka því yfir ánna og koma því fyrir á jörð sinni í dalnum.
Síðdegis heimsóttu starfsemenn Arion banka okkur hér á skrifstofuna en þau unnu auðvitað í þessu húsi til margar ára. Það var gaman að sýna þeim þær breytingar sem orðið hafa á húsinu enda er það nær því óþekkjanlegt.
Verð síðan að fá að sýna ykkur dagatalið mitt.
Það veitir ekki af á þessum tímum að fá jákvæðan boðskap beint í æð á hverjum degi. Pantaði það fyrir jól á netinu og fékk það heimsent í gær. Því varð ég að rífa af 51 dag á einu bretti.
Það var því gleðispreð á vegum bæjarstjórans í allan dag því ég deildi út þessum flotta boðskap á alla sem ég sá.
Gaman að þessu :-)
Ég er semsagt komin heim eftir ansi góða daga, sólríka og notalega, á suðrænum slóðum.
Hér heima held ég að það geti bara ekki hætt að snjóa og nú búum við okkur undir enn eitt fárviðrið. Það er ekki skrýtið þó þessi þjóð sé harðgerð - það er hreinlega ekki undan því komist ! ! !
En það hefur verið nóg að sýsla síðan ég kom heim. Verkefnin biðu í hrönnum og nú styttist þetta kjörtímabil óðum. Við höfum samt aldrei farið á taugum fyrir kosningar og sett þá skyndilega á dagskrá hin ýmsu stórverkefni heldur viljum við frekar sjá eðlilega framvindu allra verka hvort sem það eru kosningar eða ekki. Okkur sýnist fólk hér í bæ kunna vel að meta þetta.
Í dag áttum við Jón Friðrik, byggingafulltrúi, fund með fulltrúum Vegagerðarinnar þar sem við fórum yfir endurbætur á Breiðumörk á síðustu árum og þær sem framundan eru. Vegagerðin mun taka þátt í þeim kostnaði annað hvort að öllu eða verulega leyti þar sem Breiðamörkin er þjóðvegur í þéttbýli eins og það hét nú einu sinni. Góður fundur þar sem enn og aftur Hellisheiðin og tíðar lokanir voru til umræðu ásamt öðru.
Nú er unnið að gerð útboðsgagna fyrir veglagningu í Kambalandi svo hægt sé að úthluta þar lóðum í fyrsta áfanga, 4 raðhús með 4 íbúðum í hverju, 1 parhús og 5 einbýlishús eru í fyrstu götunni en jafnframt er Skipulagsnefnd að vinna að þéttingu byggðar á þessum fyrsta reit svo úthluta megi enn frekar þar á næstunni.
Unnið er að gerð útboðsgagna vegna niðurrifs á Friðarstöðum en væntanlega á því að vera lokið fyrir miðjan júní. Húsið á að flytja í byrjun mars en mér sýnist nú veðrið ætla aðeins að stríða kaupandanum hvað það varðar. Sem betur fer er stutt að fara með þetta risastóra hús en Þorsteinn og Magnea í Reykjakoti ætla að mjaka því yfir ánna og koma því fyrir á jörð sinni í dalnum.
Síðdegis heimsóttu starfsemenn Arion banka okkur hér á skrifstofuna en þau unnu auðvitað í þessu húsi til margar ára. Það var gaman að sýna þeim þær breytingar sem orðið hafa á húsinu enda er það nær því óþekkjanlegt.
Verð síðan að fá að sýna ykkur dagatalið mitt.
Það veitir ekki af á þessum tímum að fá jákvæðan boðskap beint í æð á hverjum degi. Pantaði það fyrir jól á netinu og fékk það heimsent í gær. Því varð ég að rífa af 51 dag á einu bretti.
Það var því gleðispreð á vegum bæjarstjórans í allan dag því ég deildi út þessum flotta boðskap á alla sem ég sá.
Gaman að þessu :-)
Comments:
Skrifa ummæli