<$BlogRSDUrl$>

23. júlí 2005

Dagbókarbrot ...

Þó lítið hafi verið bloggað er ekki þar með sagt að hér hafi allir legið í leti og ómennsku og ekkert gert síðan síðast var skrifað. Öðru nær ...

Fjölskyldan fór í vel heppnaða hringferð um landið nú í júlí. Tilgangurinn var að heimsækja Laufeyju og Sigurbjörgu fyrir austan svo það var jafngott að keyra hringinn. Byrjuðum á Illugastöðum hjá Guðrúnu og Jóa en daginn eftir var keyrt til Atlavíkur með viðkomu hjá Hildigunni og Hermanni á Lyngbrekku í Aðaldal og hjá frændfólkinu á Stöng í Mývatnssveit. Síðan keyrum við aldrei framhjá jarðböðunum í Mývatnssveit án þess að leggjast þar í bleyti. Hreint frábær staður sem hefur stórkostlegt útsýni framyfir Bláa Lónið hér fyrir sunnan. Jarðböðin opnuðu síðastliðið sumar og hef ég nú heimsótt þau þrisvar sem mér þykir vel að verki staðið miðað við að þetta er nú ekki í alfaraleið okkar Sunnlendinga!

Örtröðin í Atlavík þegar við komum var með ólíkindum enda afskaplega gott veður búið að vera á Austurlandi. Vakti athygli að flestir virðast þurfa að leggja jeppunum sínum við höfðagaflinn og taka þar með heilt tjaldstæði undir fararskjótann í stað þess að leggja á til þess gerðum stæðum. Enduðum í Þurshöfðavík fyrstu nóttina en fluttum okkar síðan niður í Atlavík næsta dag enda ekki mikið mál að flytja eðal-tjaldvagninn milli staða. Það eru fáir staðir fallegri en Atlavík á góðum degi og alveg sérstök stemning sem þar myndast við varðeldinn á kvöldin. Sem vel að merkja einungis tjaldverðir mega kveikja ! ! !
Tjaldstæðisverðinum okkar líkar vistin í Atlavík vel, nú er bara spurning hvort hún skilar sér suður í haust eða ekki?
Gist var tvær nætur á Eskifirði, en þar hélt Sigurbjörg uppá þrítugsafmælið sitt með tilþrifum. Austfirski ættbálkurinn fjölmennti og við að sunnan, öll nema Valdi og co sem var sárt saknað!
Kvöddum Austfirði í grenjandi úrhelli en um leið og komið var niður af Öxi létti til og við tók hið yndislegasta veður. Tók líka óratíma að koma sér heim enda var stoppað á Hornafirði hjá Torfa og Döddu, við Jökulsárlón og í Freysnesi.
------------------------------------

Að loknum fríum tekur alltaf nokkurn tíma að ná í skottið á sér í vinnunni, þannig að nóg hefur verið að gera í þeim vígstöðvum að undanförnu. Súkkulaði og jarðarberja shake eru nú loksins komnir á markað, löngu, löngu á eftir áætlun.
Er þetta mjög góður ís, ég hef trú á því að hann falli í kramið hjá yngri kynslóðinni og því skaði þessi seinkun ekki of mikið.

----------------------------
Þessa sumars verður líklega minnst sem sumarsins þegar fjölskyldan tók útivistarbrjálæðið, en það er nú líka yfirleitt allt tekið með trompi á þessu heimili, svo sem allir vita.

Við Lárus, ásamt Bjössa og Kristjönu hjóluðum Árborgarhringinn á miðvikudagskvöldið.
Var ákveðið með engum fyrirvara og þeyst af stað án æfinga, dæmigert.
En mikið afskaplega var þetta skemmtilegt og sérstaklega af því að við höfðum þetta af (lesist: ég )!!
Karlarnir höfðu farið þetta áður og þá í einum blóðspreng.
Það var ekki tekið í mál í þetta skiptið og var því stoppað á Eyrarbakka í Rauða húsinu og á Selfossi enda var þetta skemmtiferð en ekki keppni. Verð nú að játa að mikið rosalega var það stirð og lúin Aldís sem skjögraði heim að húsi eftir þessa 55 kílómetra. Mesta furða hvað heilsufarið var gott daginn eftir, það verður reyndar keyptur silikon hnakkur fyrir næstu langferð, það er á hreinu!
-------------------------------

Veðrið undanfarið hefur verið með allra besta móti. Manni dettur helst til hugar að hitamælirinn sé bilaður þegar hann sýnir 22,5 gráður allan daginn!!

Notuðum góða veðrið í dag til að fara niður á Stokkseyri í kajak ferð. Tvíburarnir og Guðbjörg komu með þannig að það var líf í tuskunum. Dauðsá líka eftir hugmyndinni á fyrstu metrunum þegar ég sá að unglingarnir höfðu meira gaman af því að hvolfa sér heldur en að róa! Stanslaus slagur alla leiðina og auðvitað enduðu allir á hvolfi og rennblautir frá hvirfli til ilja. Litlu stýrin luku ferðinni á því að fleygja sér til sunds og synda í land! Það eru örugglega ekki margir dagarnir þar sem hægt er að synda í lænunum við ströndina án þess að finna fyrir kulda. Það var nú samt notalegt að skella sér í sundlaugina á Stokkseyri eftir allt volkið. Segi það enn og aftur að Stokkseyri hefur tekið forystuna á Suðurlandi hvað varðar uppbyggingu ferðaþjónustu. Þar sést best hverju einstaklingar geta áorkað með dugnaði og góðum hugmyndum.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

  • Um Aldísi ...
  • Ræður og greinar ...
  • Aftur á forsíðu...
  • Tenglar
  • Mjúkhýsi í Hveragerði ?
  • Síða Sjálfstæðisflokksins
  • Sjálfstæðismenn í Hveragerði
  • Sjálfstæðiskonur
  • Sjálfstæðismenn í Suður.
  • Gagnagátt Sambandsins
  • Besti ísinn!
  • Morgunblaðið á netinu
  • Vísir.is
  • DFS - Fréttasíða Dagskrárinnar
  • Fleiri Sunnlenskar fréttir
  • Mælingar á loftgæðum í Hveragerði
  • Hveragerði
  • Heimasíður fyrirtækja í Hveragerði
  • Grunnskólinn í­ Hveragerði
  • Íþróttafélagið Hamar
  • Veðurspá fyrir Hveragerði
  • Fjölbrautaskóli Suðurlands
  • Gagnasöfn Hvar.is
  • Besti bloggarinn ! ! !
  • Vefbanki Valla...
  • SASS
  • Myndir Bjössa á Bláfelli
  • Nátturan.is
  • Orðaþýðingar - frábær síða
  • Færð og veður á SV-landi
  • Leitarvélin
  • Sí­maskráin
  • Ýmsar myndir
  • Myndasíða
  • Úr reisubókinni
  • Flórída janúar 2017
  • Litháen, Armenia og Karabakh 2015
  • Serbí­a og Svartfjallaland 2005
  • Istanbul í­ Tyrklandi 2005
  • Búkarest í Rúmení­u 2006
  • Ítalía 2007
  • Svartfjallaland 2008
  • Danmörk 2010
  • Heimsreisa Laufeyjar og Elvars 2011-2012
  • Hefur þú skoðun?
  • Hafðu samband!
    Eldri færslur
  • 1.1.2004 - 1.2.2004
  • 1.2.2004 - 1.3.2004
  • 1.3.2004 - 1.4.2004
  • 1.5.2004 - 1.6.2004
  • 1.6.2004 - 1.7.2004
  • 1.7.2004 - 1.8.2004
  • 1.8.2004 - 1.9.2004
  • 1.9.2004 - 1.10.2004
  • 1.10.2004 - 1.11.2004
  • 1.11.2004 - 1.12.2004
  • 1.12.2004 - 1.1.2005
  • 1.1.2005 - 1.2.2005
  • 1.3.2005 - 1.4.2005
  • 1.4.2005 - 1.5.2005
  • 1.5.2005 - 1.6.2005
  • 1.6.2005 - 1.7.2005
  • 1.7.2005 - 1.8.2005
  • 1.8.2005 - 1.9.2005
  • 1.9.2005 - 1.10.2005
  • 1.10.2005 - 1.11.2005
  • 1.11.2005 - 1.12.2005
  • 1.12.2005 - 1.1.2006
  • 1.1.2006 - 1.2.2006
  • 1.2.2006 - 1.3.2006
  • 1.3.2006 - 1.4.2006
  • 1.4.2006 - 1.5.2006
  • 1.5.2006 - 1.6.2006
  • 1.6.2006 - 1.7.2006
  • 1.7.2006 - 1.8.2006
  • 1.8.2006 - 1.9.2006
  • 1.9.2006 - 1.10.2006
  • 1.10.2006 - 1.11.2006
  • 1.11.2006 - 1.12.2006
  • 1.12.2006 - 1.1.2007
  • 1.1.2007 - 1.2.2007
  • 1.2.2007 - 1.3.2007
  • 1.3.2007 - 1.4.2007
  • 1.4.2007 - 1.5.2007
  • 1.5.2007 - 1.6.2007
  • 1.6.2007 - 1.7.2007
  • 1.7.2007 - 1.8.2007
  • 1.8.2007 - 1.9.2007
  • 1.9.2007 - 1.10.2007
  • 1.10.2007 - 1.11.2007
  • 1.11.2007 - 1.12.2007
  • 1.12.2007 - 1.1.2008
  • 1.1.2008 - 1.2.2008
  • 1.2.2008 - 1.3.2008
  • 1.3.2008 - 1.4.2008
  • 1.4.2008 - 1.5.2008
  • 1.5.2008 - 1.6.2008
  • 1.6.2008 - 1.7.2008
  • 1.7.2008 - 1.8.2008
  • 1.8.2008 - 1.9.2008
  • 1.9.2008 - 1.10.2008
  • 1.10.2008 - 1.11.2008
  • 1.11.2008 - 1.12.2008
  • 1.12.2008 - 1.1.2009
  • 1.1.2009 - 1.2.2009
  • 1.2.2009 - 1.3.2009
  • 1.3.2009 - 1.4.2009
  • 1.4.2009 - 1.5.2009
  • 1.5.2009 - 1.6.2009
  • 1.6.2009 - 1.7.2009
  • 1.7.2009 - 1.8.2009
  • 1.8.2009 - 1.9.2009
  • 1.9.2009 - 1.10.2009
  • 1.10.2009 - 1.11.2009
  • 1.11.2009 - 1.12.2009
  • 1.12.2009 - 1.1.2010
  • 1.1.2010 - 1.2.2010
  • 1.2.2010 - 1.3.2010
  • 1.3.2010 - 1.4.2010
  • 1.4.2010 - 1.5.2010
  • 1.5.2010 - 1.6.2010
  • 1.6.2010 - 1.7.2010
  • 1.7.2010 - 1.8.2010
  • 1.8.2010 - 1.9.2010
  • 1.9.2010 - 1.10.2010
  • 1.10.2010 - 1.11.2010
  • 1.11.2010 - 1.12.2010
  • 1.12.2010 - 1.1.2011
  • 1.1.2011 - 1.2.2011
  • 1.2.2011 - 1.3.2011
  • 1.3.2011 - 1.4.2011
  • 1.4.2011 - 1.5.2011
  • 1.5.2011 - 1.6.2011
  • 1.6.2011 - 1.7.2011
  • 1.7.2011 - 1.8.2011
  • 1.8.2011 - 1.9.2011
  • 1.9.2011 - 1.10.2011
  • 1.10.2011 - 1.11.2011
  • 1.11.2011 - 1.12.2011
  • 1.12.2011 - 1.1.2012
  • 1.1.2012 - 1.2.2012
  • 1.2.2012 - 1.3.2012
  • 1.3.2012 - 1.4.2012
  • 1.4.2012 - 1.5.2012
  • 1.5.2012 - 1.6.2012
  • 1.6.2012 - 1.7.2012
  • 1.7.2012 - 1.8.2012
  • 1.8.2012 - 1.9.2012
  • 1.9.2012 - 1.10.2012
  • 1.10.2012 - 1.11.2012
  • 1.11.2012 - 1.12.2012
  • 1.12.2012 - 1.1.2013
  • 1.1.2013 - 1.2.2013
  • 1.2.2013 - 1.3.2013
  • 1.3.2013 - 1.4.2013
  • 1.4.2013 - 1.5.2013
  • 1.5.2013 - 1.6.2013
  • 1.6.2013 - 1.7.2013
  • 1.7.2013 - 1.8.2013
  • 1.8.2013 - 1.9.2013
  • 1.9.2013 - 1.10.2013
  • 1.10.2013 - 1.11.2013
  • 1.11.2013 - 1.12.2013
  • 1.12.2013 - 1.1.2014
  • 1.1.2014 - 1.2.2014
  • 1.2.2014 - 1.3.2014
  • 1.3.2014 - 1.4.2014
  • 1.4.2014 - 1.5.2014
  • 1.5.2014 - 1.6.2014
  • 1.8.2014 - 1.9.2014
  • 1.9.2014 - 1.10.2014
  • 1.10.2014 - 1.11.2014
  • 1.11.2014 - 1.12.2014
  • 1.12.2014 - 1.1.2015
  • 1.1.2015 - 1.2.2015
  • 1.2.2015 - 1.3.2015
  • 1.3.2015 - 1.4.2015
  • 1.4.2015 - 1.5.2015
  • 1.6.2015 - 1.7.2015
  • 1.7.2015 - 1.8.2015
  • 1.8.2015 - 1.9.2015
  • 1.9.2015 - 1.10.2015
  • 1.10.2015 - 1.11.2015
  • 1.11.2015 - 1.12.2015
  • 1.12.2015 - 1.1.2016
  • 1.1.2016 - 1.2.2016
  • 1.2.2016 - 1.3.2016
  • 1.3.2016 - 1.4.2016
  • 1.4.2016 - 1.5.2016
  • 1.5.2016 - 1.6.2016
  • 1.6.2016 - 1.7.2016
  • 1.7.2016 - 1.8.2016
  • 1.8.2016 - 1.9.2016
  • 1.9.2016 - 1.10.2016
  • 1.10.2016 - 1.11.2016
  • 1.11.2016 - 1.12.2016
  • 1.12.2016 - 1.1.2017
  • 1.1.2017 - 1.2.2017
  • 1.2.2017 - 1.3.2017
  • 1.3.2017 - 1.4.2017
  • 1.5.2017 - 1.6.2017
  • 1.6.2017 - 1.7.2017
  • 1.8.2017 - 1.9.2017
  • 1.9.2017 - 1.10.2017
  • 1.10.2017 - 1.11.2017
  • 1.11.2017 - 1.12.2017
  • 1.12.2017 - 1.1.2018
  • 1.1.2018 - 1.2.2018
  • 1.2.2018 - 1.3.2018
  • 1.3.2018 - 1.4.2018
  • 1.4.2018 - 1.5.2018
  • 1.5.2018 - 1.6.2018
  • 1.8.2018 - 1.9.2018
  • 1.11.2018 - 1.12.2018
  • 1.4.2021 - 1.5.2021
  • 1.5.2021 - 1.6.2021
  • 1.6.2021 - 1.7.2021
  • 1.7.2021 - 1.8.2021
  • Free Guestbook from Bravenet Free Guestbook from Bravenet