4. júlí 2005
Menning?
Á Laugarvatni lauk nú um helgina menningardagskránni Gullkistunni. Renndum þangað á laugardeginum eftir að hafa fylgst með sundkrökkum Hamars í bikarkeppni SSÍ í Laugardalslauginni. Er ekki viss um að karlpeningurinn sem var með í för hafi heillast af nútímalistinni sem við skoðuðum í gamla Héraðsskólanum. Það var hreint ekki auðvelt að gera sér grein fyrir því hvort einhver hefði einfaldlega gleymt drasli í herbergjunum eða hvort um listaverk var að ræða!
En listaverkin vöktu heilmiklar umræður og er þá ekki tilgangnum náð? Þarna var fullt af fólki á rölti um svæðið og greinilegt að þessi listviðburður hefur vakið mikla og góða athygli. Listaverkin voru út um allt og varð gönguferðin því að einskonar ratleik um þéttbýliskjarnann og skemmtum við okkur konunglega við að leita að verkunum ! !
--------------------
Við Hvergerðingar áttum okkar menningarhátíð sem gekk undir nafninu "Bjartar sumarnætur". Það var Tríó Reykjavíkur, undir forystu Gunnars Kvaran og Guðnýjar Guðmundsdóttur, sem sá um allt skipulag hátíðarinnar og fengu þau í lið með sér okkar besta tónlistarfólk og erlenda listamenn. Hátíðin, sem styrkt var af ríki og fjölmörgum fyrirtækjum, var þriggja daga og hafði þegar skipað sér í flokk metnaðarfullra tónlistarhátíða. Fjöldi gesta sótti Hveragerði heim um leið og farið var á tónleika í kirkjunni.
Fyrsta sparnaðarráðstöfun núverandi meirihluta var að slá þessa tónleikaröð af. Með því móti mátti spara nokkra hundraðþúsund kalla. Helstu rökin voru þau að þetta væri svo leiðinlegt og það væri hvort sem er bara utanbæjarfólk sem kæmi á tónleikana ! ! !
Ætli það séu bara Laugvetningar sem skoða nútímalistaverkin á Gullkistunni? Það hlýtur að vera. Nema þeir meti ferðamenn betur en við Hvergerðingar, það skyldi nú ekki vera!
Á Laugarvatni lauk nú um helgina menningardagskránni Gullkistunni. Renndum þangað á laugardeginum eftir að hafa fylgst með sundkrökkum Hamars í bikarkeppni SSÍ í Laugardalslauginni. Er ekki viss um að karlpeningurinn sem var með í för hafi heillast af nútímalistinni sem við skoðuðum í gamla Héraðsskólanum. Það var hreint ekki auðvelt að gera sér grein fyrir því hvort einhver hefði einfaldlega gleymt drasli í herbergjunum eða hvort um listaverk var að ræða!
En listaverkin vöktu heilmiklar umræður og er þá ekki tilgangnum náð? Þarna var fullt af fólki á rölti um svæðið og greinilegt að þessi listviðburður hefur vakið mikla og góða athygli. Listaverkin voru út um allt og varð gönguferðin því að einskonar ratleik um þéttbýliskjarnann og skemmtum við okkur konunglega við að leita að verkunum ! !
--------------------
Við Hvergerðingar áttum okkar menningarhátíð sem gekk undir nafninu "Bjartar sumarnætur". Það var Tríó Reykjavíkur, undir forystu Gunnars Kvaran og Guðnýjar Guðmundsdóttur, sem sá um allt skipulag hátíðarinnar og fengu þau í lið með sér okkar besta tónlistarfólk og erlenda listamenn. Hátíðin, sem styrkt var af ríki og fjölmörgum fyrirtækjum, var þriggja daga og hafði þegar skipað sér í flokk metnaðarfullra tónlistarhátíða. Fjöldi gesta sótti Hveragerði heim um leið og farið var á tónleika í kirkjunni.
Fyrsta sparnaðarráðstöfun núverandi meirihluta var að slá þessa tónleikaröð af. Með því móti mátti spara nokkra hundraðþúsund kalla. Helstu rökin voru þau að þetta væri svo leiðinlegt og það væri hvort sem er bara utanbæjarfólk sem kæmi á tónleikana ! ! !
Ætli það séu bara Laugvetningar sem skoða nútímalistaverkin á Gullkistunni? Það hlýtur að vera. Nema þeir meti ferðamenn betur en við Hvergerðingar, það skyldi nú ekki vera!
Comments:
Skrifa ummæli