<$BlogRSDUrl$>

8. júlí 2005

Sumartími

Eðli máls samkvæmt er minna um skrif á sumrin enda ýmislegt annað sem kallar á athygli. Dyggir lesendur verða því að umbera stopul skrif í þeirri vissu að meira fjör færist í leikinn í haust...

En þó minna sé um að vera á sumrin er ekki þar með sagt að ekkert gerist sem markvert má teljast. Í vikunni hefur sunnlensk veðrátta til dæmis verið með afar hefðbundnum hætti, reyndar rignt óvenjulega mikið, jafnvel á Hvergerðskan mælikvarða. Aðrar eins dembur sjást varla nema í útlöndum. En þetta hefur sína kosti, það þarf til dæmis ekki að eyða tíma í að vökva á meðan og allur gróður vex eins og arfi, þessi frábæra rigning er þannig ein af ástæðunum fyrir gróðursældinni hér í bæ sem er umtöluð á landsvísu!
Á þriðjudaginn var yndislegt sumarveður og gengum við þá á Reykjafjall, skemmtileg og góð ganga sem reyndar varð erfiðari en til stóð þar sem vitlaus leið var farin upp. Reykjafjall er reyndar eitt af þessum endalausu fjöllum þar sem alltaf er hægt að finna hærri tind aðeins lengra í burtu og labba þannig í tímavís þar til komið er yfir í Grafning. Gerðum ekki þau mistök heldur þræddum brúnina og nutum útsýnisins.Á toppnum ...
------------------------------------------
Í vikunni var fundur í sameiningarnefnd Flóa og Ölfuss. Heldur var fámennara en til stóð því flestir fulltrúanna frá Hraungerðis-, Gaulverjabæjar- og Villingaholtshreppi voru fjarri góðu gamni enda heyskapur í fullum gangi og veðurspáin slæm. Hefði verið betra ef allir hefðu getað mætt því á fundinn mætti Bjarni Jónsson, dósent á Bifröst, sem unnið hefur úr ársskýrslum sveitarfélaganna og sett þær upp með aðgengilegum hætti þannig að hægt er að gera samanburð á fjárhagslegri stöðu. Það kom svo sem ekki á óvart að sjá að fjárhagsstaða sveitarfélagsins Ölfuss er nokkuð sterk en óneitanlega stakk það í augu að sjá hve illa við Hvergerðingar komum út úr samanburðinum. Reyndar er nauðsynlegt að taka ýmsar aðrar forsendur með í reikninginn en hér hefur mikið verið framkvæmt á undanförnum árum og ber það ávöxt í þeirri staðreynd að gríðarleg fjölgun íbúa hefur átt sér stað, langt umfram landsmeðaltal. Verra er hve léleg rekstrarniðurstaðan er, en um hana er til dæmis fjallað í ítarlegri úttekt í Sunnlenska fréttablaðinu í vikunni. Þar skerum við okkur áberandi frá öðrum sveitarfélögum á Suðurlandi með afspyrnu lélega rekstrarafkomu. Það hlýtur að vera forgangsatriði að rétta af reksturinn og ná þannig tökum á fjárhag sveitarfélagsins.

Bæjarstjórn er í sumarfríi og fól bæjarráði fullt umboð á meðan.
Fundað var í vikunni og var það hefðbundinn sumarfundur, lítið af málefnum enda flestir í fríi þessa dagana. Þó var þar m.a. lögð fram greinargerð frá Kristínu Hreinsdóttur, forstöðumanni Skólaskrifstofu Suðurlands, þar sem farið var yfir rekstrarkostnað og fjármögnun væntanlegrar sérdeildar á Suðurlandi fyrir börn með hegðunar- og tilfinningaraskanir sem fyrirhugað er að koma á laggirnar í haust. Það er ánægjulegt að nú hyllir undir lok undirbúnings og komið er að stofnun sérdeildarinnar sem er bráðnauðsynleg viðbót við skólastarf á þessu svæði. Fulltrúar allra sveitarfélaga samþykktu stuðning við stofnun deildarinnar á SASS fundi í Vestmannaeyjum í vor. Nú er mikilvægt að reka endahnútinn á verkið, standa saman og sjá til þess að þetta metnaðarfulla verkefni verði að veruleika.

Í dag funduðum við Sigurður, skólameistari FSU, með fulltrúum Vegagerðarinnar vegna fyrirhugaðs útboðs á skólaakstri FSU. Á haustmánuðum mun Vegagerðin bjóða út öll sérleyfi á landinu og er ætlunin að skólaakstur FSU verði boðinn út í sama pakka. Var fundurinn gagnlegur og náðist niðurstaða sem vonandi verður til hagsbóta fyrir alla aðila. Það er afskapega mikilvægt að vel takist til með þetta útboð og að nemendur skólans muni í kjölfarið sjá sér hag í því að nýta skólaaksturinn. Því miður hefur þróunin, eftir að fyrirkomulagi akstursstyrks var breytt, verið sú að fleiri og fleiri velja það að nýta ekki skólaakstur. Hefur skólanefnd haft af þessu áhyggjur ekki síst útfrá öryggissjónarmiðum þar sem sífellt fleiri hafa valið það að sameinast um akstur á einkabifreiðum. Vond tilhugsun að vita af unga fólkinu okkar á misgóðum bílum, við misjafnar aðstæður úti á þjóðvegunum.

Nú styttist óðum í stóru Serbíuferðina og veldur hún sífellt meiri áhyggjum :-)
Það er þrautin þyngri að eiga við Serbana og enn erum við hvorki komin með húsnæði né bíl. Við ætlum að keyra frá Belgrad til Adríahafsins og förum meðfram landamærum Kosovo. Hafði ég af þessu nokkrar áhyggjur en hef nú komist að því að það er enginn óhultur fyrir hryðjuverkum og hættur leynast alls staðar, meira að segja í London.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

 • Um Aldísi ...
 • Ræður og greinar ...
 • Aftur á forsíðu...
 • Tenglar
 • Mjúkhýsi í Hveragerði ?
 • Síða Sjálfstæðisflokksins
 • Sjálfstæðismenn í Hveragerði
 • Sjálfstæðiskonur
 • Sjálfstæðismenn í Suður.
 • Gagnagátt Sambandsins
 • Besti ísinn!
 • Morgunblaðið á netinu
 • Vísir.is
 • DFS - Fréttasíða Dagskrárinnar
 • Fleiri Sunnlenskar fréttir
 • Mælingar á loftgæðum í Hveragerði
 • Hveragerði
 • Heimasíður fyrirtækja í Hveragerði
 • Grunnskólinn í­ Hveragerði
 • Íþróttafélagið Hamar
 • Veðurspá fyrir Hveragerði
 • Fjölbrautaskóli Suðurlands
 • Gagnasöfn Hvar.is
 • Besti bloggarinn ! ! !
 • Vefbanki Valla...
 • SASS
 • Myndir Bjössa á Bláfelli
 • Nátturan.is
 • Orðaþýðingar - frábær síða
 • Færð og veður á SV-landi
 • Leitarvélin
 • Sí­maskráin
 • Ýmsar myndir
 • Myndasíða
 • Úr reisubókinni
 • Flórída janúar 2017
 • Litháen, Armenia og Karabakh 2015
 • Serbí­a og Svartfjallaland 2005
 • Istanbul í­ Tyrklandi 2005
 • Búkarest í Rúmení­u 2006
 • Ítalía 2007
 • Svartfjallaland 2008
 • Danmörk 2010
 • Heimsreisa Laufeyjar og Elvars 2011-2012
 • Hefur þú skoðun?
 • Hafðu samband!
  Eldri færslur
 • 1.1.2004 - 1.2.2004
 • 1.2.2004 - 1.3.2004
 • 1.3.2004 - 1.4.2004
 • 1.5.2004 - 1.6.2004
 • 1.6.2004 - 1.7.2004
 • 1.7.2004 - 1.8.2004
 • 1.8.2004 - 1.9.2004
 • 1.9.2004 - 1.10.2004
 • 1.10.2004 - 1.11.2004
 • 1.11.2004 - 1.12.2004
 • 1.12.2004 - 1.1.2005
 • 1.1.2005 - 1.2.2005
 • 1.3.2005 - 1.4.2005
 • 1.4.2005 - 1.5.2005
 • 1.5.2005 - 1.6.2005
 • 1.6.2005 - 1.7.2005
 • 1.7.2005 - 1.8.2005
 • 1.8.2005 - 1.9.2005
 • 1.9.2005 - 1.10.2005
 • 1.10.2005 - 1.11.2005
 • 1.11.2005 - 1.12.2005
 • 1.12.2005 - 1.1.2006
 • 1.1.2006 - 1.2.2006
 • 1.2.2006 - 1.3.2006
 • 1.3.2006 - 1.4.2006
 • 1.4.2006 - 1.5.2006
 • 1.5.2006 - 1.6.2006
 • 1.6.2006 - 1.7.2006
 • 1.7.2006 - 1.8.2006
 • 1.8.2006 - 1.9.2006
 • 1.9.2006 - 1.10.2006
 • 1.10.2006 - 1.11.2006
 • 1.11.2006 - 1.12.2006
 • 1.12.2006 - 1.1.2007
 • 1.1.2007 - 1.2.2007
 • 1.2.2007 - 1.3.2007
 • 1.3.2007 - 1.4.2007
 • 1.4.2007 - 1.5.2007
 • 1.5.2007 - 1.6.2007
 • 1.6.2007 - 1.7.2007
 • 1.7.2007 - 1.8.2007
 • 1.8.2007 - 1.9.2007
 • 1.9.2007 - 1.10.2007
 • 1.10.2007 - 1.11.2007
 • 1.11.2007 - 1.12.2007
 • 1.12.2007 - 1.1.2008
 • 1.1.2008 - 1.2.2008
 • 1.2.2008 - 1.3.2008
 • 1.3.2008 - 1.4.2008
 • 1.4.2008 - 1.5.2008
 • 1.5.2008 - 1.6.2008
 • 1.6.2008 - 1.7.2008
 • 1.7.2008 - 1.8.2008
 • 1.8.2008 - 1.9.2008
 • 1.9.2008 - 1.10.2008
 • 1.10.2008 - 1.11.2008
 • 1.11.2008 - 1.12.2008
 • 1.12.2008 - 1.1.2009
 • 1.1.2009 - 1.2.2009
 • 1.2.2009 - 1.3.2009
 • 1.3.2009 - 1.4.2009
 • 1.4.2009 - 1.5.2009
 • 1.5.2009 - 1.6.2009
 • 1.6.2009 - 1.7.2009
 • 1.7.2009 - 1.8.2009
 • 1.8.2009 - 1.9.2009
 • 1.9.2009 - 1.10.2009
 • 1.10.2009 - 1.11.2009
 • 1.11.2009 - 1.12.2009
 • 1.12.2009 - 1.1.2010
 • 1.1.2010 - 1.2.2010
 • 1.2.2010 - 1.3.2010
 • 1.3.2010 - 1.4.2010
 • 1.4.2010 - 1.5.2010
 • 1.5.2010 - 1.6.2010
 • 1.6.2010 - 1.7.2010
 • 1.7.2010 - 1.8.2010
 • 1.8.2010 - 1.9.2010
 • 1.9.2010 - 1.10.2010
 • 1.10.2010 - 1.11.2010
 • 1.11.2010 - 1.12.2010
 • 1.12.2010 - 1.1.2011
 • 1.1.2011 - 1.2.2011
 • 1.2.2011 - 1.3.2011
 • 1.3.2011 - 1.4.2011
 • 1.4.2011 - 1.5.2011
 • 1.5.2011 - 1.6.2011
 • 1.6.2011 - 1.7.2011
 • 1.7.2011 - 1.8.2011
 • 1.8.2011 - 1.9.2011
 • 1.9.2011 - 1.10.2011
 • 1.10.2011 - 1.11.2011
 • 1.11.2011 - 1.12.2011
 • 1.12.2011 - 1.1.2012
 • 1.1.2012 - 1.2.2012
 • 1.2.2012 - 1.3.2012
 • 1.3.2012 - 1.4.2012
 • 1.4.2012 - 1.5.2012
 • 1.5.2012 - 1.6.2012
 • 1.6.2012 - 1.7.2012
 • 1.7.2012 - 1.8.2012
 • 1.8.2012 - 1.9.2012
 • 1.9.2012 - 1.10.2012
 • 1.10.2012 - 1.11.2012
 • 1.11.2012 - 1.12.2012
 • 1.12.2012 - 1.1.2013
 • 1.1.2013 - 1.2.2013
 • 1.2.2013 - 1.3.2013
 • 1.3.2013 - 1.4.2013
 • 1.4.2013 - 1.5.2013
 • 1.5.2013 - 1.6.2013
 • 1.6.2013 - 1.7.2013
 • 1.7.2013 - 1.8.2013
 • 1.8.2013 - 1.9.2013
 • 1.9.2013 - 1.10.2013
 • 1.10.2013 - 1.11.2013
 • 1.11.2013 - 1.12.2013
 • 1.12.2013 - 1.1.2014
 • 1.1.2014 - 1.2.2014
 • 1.2.2014 - 1.3.2014
 • 1.3.2014 - 1.4.2014
 • 1.4.2014 - 1.5.2014
 • 1.5.2014 - 1.6.2014
 • 1.8.2014 - 1.9.2014
 • 1.9.2014 - 1.10.2014
 • 1.10.2014 - 1.11.2014
 • 1.11.2014 - 1.12.2014
 • 1.12.2014 - 1.1.2015
 • 1.1.2015 - 1.2.2015
 • 1.2.2015 - 1.3.2015
 • 1.3.2015 - 1.4.2015
 • 1.4.2015 - 1.5.2015
 • 1.6.2015 - 1.7.2015
 • 1.7.2015 - 1.8.2015
 • 1.8.2015 - 1.9.2015
 • 1.9.2015 - 1.10.2015
 • 1.10.2015 - 1.11.2015
 • 1.11.2015 - 1.12.2015
 • 1.12.2015 - 1.1.2016
 • 1.1.2016 - 1.2.2016
 • 1.2.2016 - 1.3.2016
 • 1.3.2016 - 1.4.2016
 • 1.4.2016 - 1.5.2016
 • 1.5.2016 - 1.6.2016
 • 1.6.2016 - 1.7.2016
 • 1.7.2016 - 1.8.2016
 • 1.8.2016 - 1.9.2016
 • 1.9.2016 - 1.10.2016
 • 1.10.2016 - 1.11.2016
 • 1.11.2016 - 1.12.2016
 • 1.12.2016 - 1.1.2017
 • 1.1.2017 - 1.2.2017
 • 1.2.2017 - 1.3.2017
 • 1.3.2017 - 1.4.2017
 • 1.5.2017 - 1.6.2017
 • 1.6.2017 - 1.7.2017
 • 1.8.2017 - 1.9.2017
 • 1.9.2017 - 1.10.2017
 • 1.10.2017 - 1.11.2017
 • 1.11.2017 - 1.12.2017
 • 1.12.2017 - 1.1.2018
 • 1.1.2018 - 1.2.2018
 • 1.2.2018 - 1.3.2018
 • 1.3.2018 - 1.4.2018
 • 1.4.2018 - 1.5.2018
 • 1.5.2018 - 1.6.2018
 • 1.8.2018 - 1.9.2018
 • 1.11.2018 - 1.12.2018
 • 1.4.2021 - 1.5.2021
 • 1.5.2021 - 1.6.2021
 • 1.6.2021 - 1.7.2021
 • Free Guestbook from Bravenet Free Guestbook from Bravenet