22. febrúar 2006
Stuttur bæjarstjórnarfundur í dag þar sem eina málið á dagskrá var þriggja ára áætlun Hveragerðisbæjar. Áætlun meirihlutans ber óneitanlega keim af því að kosningar eru á næsta leyti og ber að líta á hana sem slíka.
Fyrir síðustu kosningar lofuðu meirihlutamenn íþróttahúsi, ekki hefur síðan verið minnst á þá framkvæmd þar til nú að hún skýtur upp kollinum í áætlun fyrir næsta kjörtímabil. Metnaðarleysi meirihlutans í skólamálum stingur í augu þar sem ekki er á áætlun að klára núverandi skóla heldur einungis hefjast handa við næstu viðbyggingu í lok komandi kjörtímabils. Engir fjármunir eru heldur settir í framkvæmdir við nýja íþróttavelli sem þó eru afar brýnar.
Um leið og við sátum hjá við samþykkt þriggja ára áætlunarinnar bentum við á að þriggja ára áætlun sett fram þremur mánuðum fyrir kosningar getur seint orðið annað en óskalisti meirihluta sem sér að hyllir undir lok ferils síns.
-------------------------
Í lok fundar var tilkynnt að í kvöld yrði skrifað undir samninginn við Eykt. Væntanlega við hátíðlega athöfn meirihlutans. Það var víst ekki mikil ástæða til að mæta og fagna þeim dapurlega samningi sem hér er orðin staðreynd.
-------------------------
Myndir frá Rúmeníu komnar á Fotki !
Fyrir síðustu kosningar lofuðu meirihlutamenn íþróttahúsi, ekki hefur síðan verið minnst á þá framkvæmd þar til nú að hún skýtur upp kollinum í áætlun fyrir næsta kjörtímabil. Metnaðarleysi meirihlutans í skólamálum stingur í augu þar sem ekki er á áætlun að klára núverandi skóla heldur einungis hefjast handa við næstu viðbyggingu í lok komandi kjörtímabils. Engir fjármunir eru heldur settir í framkvæmdir við nýja íþróttavelli sem þó eru afar brýnar.
Um leið og við sátum hjá við samþykkt þriggja ára áætlunarinnar bentum við á að þriggja ára áætlun sett fram þremur mánuðum fyrir kosningar getur seint orðið annað en óskalisti meirihluta sem sér að hyllir undir lok ferils síns.
-------------------------
Í lok fundar var tilkynnt að í kvöld yrði skrifað undir samninginn við Eykt. Væntanlega við hátíðlega athöfn meirihlutans. Það var víst ekki mikil ástæða til að mæta og fagna þeim dapurlega samningi sem hér er orðin staðreynd.
-------------------------
Myndir frá Rúmeníu komnar á Fotki !
Comments:
Skrifa ummæli