24. febrúar 2006
Sótti í gærmorgun fund á vegum Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands þar sem konur á svæðinu hittust með það fyrir augum að stofna Suðurlandsdeild Félags kvenna í atvinnurekstri. Mætingin var frábær en um 60 konur mættu til leiks úr hinum ýmsu greinum atvinnulífsins. Fimm konur voru skipaðar í undirbúningshóp sem á að halda utan um framhald verkefnisins og er óhætt að segja að við væntum mikils af þessu starfi í framtíðinni.
Á bæjarstjórnarfundinum á miðvikudaginn var okkur tilkynnt að óskað yrði tilboða í lóðirnar við Mánamörk og Sunnumörk. Auglýsing mun birtast í Morgunblaðinu núna á sunnudaginn þar sem þetta verður nánar útlistað. Verð að segja að heldur fannst mér þetta skjóta skökku við að sama dag og við "gefum" 80 hektara skulum við ætla að selja hæstbjóðanda atvinnu- og þjónustulóðir hér innanbæjar. Meirihlutinn mun síðan án vafa gleðjast mjög yfir þeim tugum milljóna sem þessar lóðir munu gefa í kassann. Segi það enn og aftur, það er eitthvað að ...
-------------------
Laufey Sif var að vinna ljósmyndamaraþon Menntaskólans á Egilsstöðum. Það verður gaman að sjá myndirnar þegar hún setur þær inná bloggið hjá sér. Það vita allir sem fylgst hafa með snjallamongolitanum (besta bloggaranum) að stúlkan er ekki bara vel ritfær heldur líka snjöll með myndavélina, til hamingju krúsla ! ! !
--------------------
Hef fengið athugasemdir við Rúmeníu myndirnar af því að það vantar texta með þeim. Hann kemur síðar en þeir sem fylgdust með ferðasögunni vita flestir um hvað málið snýst.
-------------------
Nú verður lítið bloggað næstu daga þar sem framundan er ferð í bústað í Biskupstungum. Grundarsystur bjóða "þreyttum" vinkonum sínum árlega í húsmæðraorlof í Uppsveitunum einhversstaðar og er sú ferð tilhlökkunarefni allt árið.
-------------------
Á bæjarstjórnarfundinum á miðvikudaginn var okkur tilkynnt að óskað yrði tilboða í lóðirnar við Mánamörk og Sunnumörk. Auglýsing mun birtast í Morgunblaðinu núna á sunnudaginn þar sem þetta verður nánar útlistað. Verð að segja að heldur fannst mér þetta skjóta skökku við að sama dag og við "gefum" 80 hektara skulum við ætla að selja hæstbjóðanda atvinnu- og þjónustulóðir hér innanbæjar. Meirihlutinn mun síðan án vafa gleðjast mjög yfir þeim tugum milljóna sem þessar lóðir munu gefa í kassann. Segi það enn og aftur, það er eitthvað að ...
-------------------
Laufey Sif var að vinna ljósmyndamaraþon Menntaskólans á Egilsstöðum. Það verður gaman að sjá myndirnar þegar hún setur þær inná bloggið hjá sér. Það vita allir sem fylgst hafa með snjallamongolitanum (besta bloggaranum) að stúlkan er ekki bara vel ritfær heldur líka snjöll með myndavélina, til hamingju krúsla ! ! !
--------------------
Hef fengið athugasemdir við Rúmeníu myndirnar af því að það vantar texta með þeim. Hann kemur síðar en þeir sem fylgdust með ferðasögunni vita flestir um hvað málið snýst.
-------------------
Nú verður lítið bloggað næstu daga þar sem framundan er ferð í bústað í Biskupstungum. Grundarsystur bjóða "þreyttum" vinkonum sínum árlega í húsmæðraorlof í Uppsveitunum einhversstaðar og er sú ferð tilhlökkunarefni allt árið.
-------------------
Comments:
Skrifa ummæli