12. febrúar 2006
Borgarafundur og H-listinn
Borgarafundurinn um Eyktarsamninginn var fjölmennari en ég átti von á. Hélt jafnvel að bæjarbúar væru komnir með leið á málinu en sú var ekki reyndin sem betur fer. Það er ekki oft sem fundir eru haldnir í stóra salnum á Örkinni og fundargestir fylla nær því salinn en það gerðist í dag.
Bæjarstjóri gerði í upphafi fundar grein fyrir málinu, lítið nýtt kom þar fram. Síðan fluttu fulltrúar flokkanna framsögur og þar vakti mesta athygli yfirlýsing sem forseti bæjarstjórnar las um að meirihlutaflokkarnir ætli í sameiginlegt framboð í vor og að stillt verði upp á þann lista. Á vefnum sudurland.is kom síðan fram að bæði Þorsteinn og Herdís ætla sér í framboð þannig að þær eru orðnar nokkuð ljósar línurnar í framboðsmálum hér í bæ.
Það vakti athygli mína að forseti bæjarstjórnar forðaðist eins og heitan eldinn að tala um mál það sem til umræðu var á fundinum heldur ræddi flest allt annað og sérstaklega kom berlega í ljós hversu mjög honum er í nöp við okkur Sjálfstæðismenn.
Furðulegar þótti mér yfirlýsingar hans um undirskriftalistann gegn samningnum sem er á netinu en hann fullyrti í pontu að beitt væri óeðlilegum aðferðum við að fá fólk til að skrifa á listann. Ég kannast ekki við þær aðferðir og þegar komið er opinberlega með svona ásakanir er eins gott að hægt sé að standa við þær ! !
Nú hafa um 400 manns skráð sig á undirskriftalistann á netinu. Það er rúmlega 1/3 af þeim sem atkvæði greiddu í kosningunum síðast. Ég hvet þá sem ekki hafa þegar tekið afstöðu til að kynna sér málið og ef komist er að þeirri niðurstöðu að samningurinn sé ekki góður fyrir bæjarfélagið að skrá sig á listann.
Ég lagði fram á fundinum töflu byggða á gögnum bæjarstjóra sem sýndi svo ekki varð um villst að hagnaður bæjarfélagsins af verkefninu gæti numið allt að 1.6 milljarði ef bæjarfélagið stæði sjálft að framkvæmdunum. Bæjarstjóri staðfesti að þetta væru réttar tölur og þetta væri niðurstaða sem vel gæti orðið staðreynd. Í ljósi þessa finnst mér sérstakt að ekki skuli vera vilji til þess að standa með öðrum hætti að þessu máli. Lítil umræða varð á fundinum um framtíðar þróun byggðar og þá sýn sem íbúar hafa fyrir hönd síns bæjarfélags. En það er umræða sem allir forðast af ótta við að vera stimplaðir afturhaldssinnar og íhaldsseggir.
Í mínum huga lýsir þessi samningur bæði minnimáttarkennd og verkfælni.
Minnimáttarkennd vegna þess stolts sem lýsir af meirihlutanum þegar talað er um samninginn og þá staðreynd að "einhver" skuli hafa áhuga á því að koma að jafn stóru verkefni í Hveragerði. Verkfælnin byggir á þeirri staðreynd að oft hefur komið fram í þeirra máli að þetta verkefni sé bænum ofviða, fjárbinding of mikil, áhættan of mikil og þar fram eftir götunum. Spurning hvort ekki þurfi að koma að stjórnun bæjarins fólk með meiri dug og skýrari sýn á það hvernig bærinn eigi að þróast.
Samningurinn verður að öllu óbreyttu samþykktur á bæjarstjórnarfundi á miðvikudaginn. Flestir sem tóku til máls á fundinum hvöttu meirihlutann til að bíða með afgreiðslu hans fram yfir kosningar í vor. Með því móti hefði meirihlutinn skýrt umboð bæjarbúa til að halda áfram með málið yrði það niðurstaða kosninganna.
Borgarafundurinn um Eyktarsamninginn var fjölmennari en ég átti von á. Hélt jafnvel að bæjarbúar væru komnir með leið á málinu en sú var ekki reyndin sem betur fer. Það er ekki oft sem fundir eru haldnir í stóra salnum á Örkinni og fundargestir fylla nær því salinn en það gerðist í dag.
Bæjarstjóri gerði í upphafi fundar grein fyrir málinu, lítið nýtt kom þar fram. Síðan fluttu fulltrúar flokkanna framsögur og þar vakti mesta athygli yfirlýsing sem forseti bæjarstjórnar las um að meirihlutaflokkarnir ætli í sameiginlegt framboð í vor og að stillt verði upp á þann lista. Á vefnum sudurland.is kom síðan fram að bæði Þorsteinn og Herdís ætla sér í framboð þannig að þær eru orðnar nokkuð ljósar línurnar í framboðsmálum hér í bæ.
Það vakti athygli mína að forseti bæjarstjórnar forðaðist eins og heitan eldinn að tala um mál það sem til umræðu var á fundinum heldur ræddi flest allt annað og sérstaklega kom berlega í ljós hversu mjög honum er í nöp við okkur Sjálfstæðismenn.
Furðulegar þótti mér yfirlýsingar hans um undirskriftalistann gegn samningnum sem er á netinu en hann fullyrti í pontu að beitt væri óeðlilegum aðferðum við að fá fólk til að skrifa á listann. Ég kannast ekki við þær aðferðir og þegar komið er opinberlega með svona ásakanir er eins gott að hægt sé að standa við þær ! !
Nú hafa um 400 manns skráð sig á undirskriftalistann á netinu. Það er rúmlega 1/3 af þeim sem atkvæði greiddu í kosningunum síðast. Ég hvet þá sem ekki hafa þegar tekið afstöðu til að kynna sér málið og ef komist er að þeirri niðurstöðu að samningurinn sé ekki góður fyrir bæjarfélagið að skrá sig á listann.
Ég lagði fram á fundinum töflu byggða á gögnum bæjarstjóra sem sýndi svo ekki varð um villst að hagnaður bæjarfélagsins af verkefninu gæti numið allt að 1.6 milljarði ef bæjarfélagið stæði sjálft að framkvæmdunum. Bæjarstjóri staðfesti að þetta væru réttar tölur og þetta væri niðurstaða sem vel gæti orðið staðreynd. Í ljósi þessa finnst mér sérstakt að ekki skuli vera vilji til þess að standa með öðrum hætti að þessu máli. Lítil umræða varð á fundinum um framtíðar þróun byggðar og þá sýn sem íbúar hafa fyrir hönd síns bæjarfélags. En það er umræða sem allir forðast af ótta við að vera stimplaðir afturhaldssinnar og íhaldsseggir.
Í mínum huga lýsir þessi samningur bæði minnimáttarkennd og verkfælni.
Minnimáttarkennd vegna þess stolts sem lýsir af meirihlutanum þegar talað er um samninginn og þá staðreynd að "einhver" skuli hafa áhuga á því að koma að jafn stóru verkefni í Hveragerði. Verkfælnin byggir á þeirri staðreynd að oft hefur komið fram í þeirra máli að þetta verkefni sé bænum ofviða, fjárbinding of mikil, áhættan of mikil og þar fram eftir götunum. Spurning hvort ekki þurfi að koma að stjórnun bæjarins fólk með meiri dug og skýrari sýn á það hvernig bærinn eigi að þróast.
Samningurinn verður að öllu óbreyttu samþykktur á bæjarstjórnarfundi á miðvikudaginn. Flestir sem tóku til máls á fundinum hvöttu meirihlutann til að bíða með afgreiðslu hans fram yfir kosningar í vor. Með því móti hefði meirihlutinn skýrt umboð bæjarbúa til að halda áfram með málið yrði það niðurstaða kosninganna.
Comments:
Skrifa ummæli