3. febrúar 2006
Wall´s í Rúmeníu
Vikuferð til Búkarest í Rúmeníu hefst í dag, föstudag. Hin árlega ráðstefna Wall´s umboðsmanna í smærri löndum er haldin þar þetta árið og hefst ráðstefnan á sunnudagskvöld.
Mun samkvæmt venju halda úti bloggi um ferðalagið. Nú er að sjá hversu tölvuvæddir Rúmenar eru! ! Smellið hér til að komast á Rúmeníu vefinn.
----------------------
Annars verð ég að segja aðeins frá tónleikum sem haldnir voru í gærkvöldi til styrktar Hjálparsveit Skáta og Skátafélaginu Stróki. Einstaklega vel heppnuð og skemmtileg kvöldstund þar sem frábærir skemmtikraftar komu fram. Allir sem þátt tóku í verkefninu gáfu vinnu sína þannig að aðgangseyririnn rann óskiptur í styrktarsjóð Skátanna. Fulltrúar fjölda fyrirtækja stigu á svið og gáfu álitlegar upphæðir í sjóðinn, einstaklega rausnarleg framlög enda málefnið gott.
Hljómsveitin Á móti sól, Helgi Valur, Magnús Þór, Björgvin Franz, Eyjólfur, Stebbi Hilmars og ekki síst orðhákurinn Bjarni Harðar fóru á kostum og greinilegt að þessir aðilar skemmtu sér ekki síður vel en áhorfendur. Björgvin Franz var að öðrum ólöstuðum algjörlega frábær enda sópuðust krakkarnir að honum eftir atriðið og allir vildu eiginhandaráritun.
Guðmundur Þór og Kristinn Harðar eiga heiður skilinn fyrir framtakið.
Vikuferð til Búkarest í Rúmeníu hefst í dag, föstudag. Hin árlega ráðstefna Wall´s umboðsmanna í smærri löndum er haldin þar þetta árið og hefst ráðstefnan á sunnudagskvöld.
Mun samkvæmt venju halda úti bloggi um ferðalagið. Nú er að sjá hversu tölvuvæddir Rúmenar eru! ! Smellið hér til að komast á Rúmeníu vefinn.
----------------------
Annars verð ég að segja aðeins frá tónleikum sem haldnir voru í gærkvöldi til styrktar Hjálparsveit Skáta og Skátafélaginu Stróki. Einstaklega vel heppnuð og skemmtileg kvöldstund þar sem frábærir skemmtikraftar komu fram. Allir sem þátt tóku í verkefninu gáfu vinnu sína þannig að aðgangseyririnn rann óskiptur í styrktarsjóð Skátanna. Fulltrúar fjölda fyrirtækja stigu á svið og gáfu álitlegar upphæðir í sjóðinn, einstaklega rausnarleg framlög enda málefnið gott.
Hljómsveitin Á móti sól, Helgi Valur, Magnús Þór, Björgvin Franz, Eyjólfur, Stebbi Hilmars og ekki síst orðhákurinn Bjarni Harðar fóru á kostum og greinilegt að þessir aðilar skemmtu sér ekki síður vel en áhorfendur. Björgvin Franz var að öðrum ólöstuðum algjörlega frábær enda sópuðust krakkarnir að honum eftir atriðið og allir vildu eiginhandaráritun.
Guðmundur Þór og Kristinn Harðar eiga heiður skilinn fyrir framtakið.
Comments:
Skrifa ummæli