25. mars 2010
Nokkur tími fór í að fara yfir tillögur vegna yfirfærslu málefna fatlaðra sem ræddar verða á sameiginlegum fundi sveitarfélaga á Suðurlandi sem haldinn verður á mánudag. Ég er svo heppin að hafa Maríu félagsmálastjóra mér til halds og traust í þessu máli sem og öðrum sem snúa að Velferðarmálum en hún hefur yfirburðaþekkingu á málaflokknum. Í dag hittu hún og Unnur formaður Velferðarnefndar fulltrúa frá félagi eldri borgara til að fara yfir þau atriði sem hægt er að gera betur. Það er gaman að geta sagt frá því að mikil ánægja ríkir með þá þjónustu sem bæjarfélagið veitir okkar eldri íbúum en alltaf er hægt að gera betur og það ætlum við okkur að gera.
Í kvöld var fjölmennur félagsfundur hjá Sjálfstæðisfélagi Hveragerðis þar sem listi félagsins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar var samþykktur. Formaður uppstillingarnefndar mun senda frá sér tilkynningu í fyrramálið þar sem listinn verður kynntur og ég tel rétt að hann birtist ekki fyrst hér á aldis.is. En þetta er flottur hópur, góð blanda reynslubolta og kraftmikilla nýliða sem án efa eiga eftir að láta heilmikið að sér kveða á komandi árum. Nafnalistinn verður settur hér á síðuna fyrir hádegi á morgun.
Það gengur mikið á í nágrannasveiarfélögum okkar Hvergerðinga. Prestsdeilur hafa sett svip sinn á umræðuna í Árborg og núna er meirihlutinn fallinn í Ölfusi og Ólafur Áki hættur. Þar er búið að boða sérframboð þannig að Sjálstæðismenn verða að öllum líkindum með tvo lista í vor. Þetta er ömurleg staða fyrir alla aðila enda varla til verri deilur en milli fyrrum samherja. Það þekki ég af eigin raun og ráðlegg öllum að reyna allt sem hægt er til að koma í veg fyrir slíkt.
Í kvöld var fjölmennur félagsfundur hjá Sjálfstæðisfélagi Hveragerðis þar sem listi félagsins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar var samþykktur. Formaður uppstillingarnefndar mun senda frá sér tilkynningu í fyrramálið þar sem listinn verður kynntur og ég tel rétt að hann birtist ekki fyrst hér á aldis.is. En þetta er flottur hópur, góð blanda reynslubolta og kraftmikilla nýliða sem án efa eiga eftir að láta heilmikið að sér kveða á komandi árum. Nafnalistinn verður settur hér á síðuna fyrir hádegi á morgun.
Það gengur mikið á í nágrannasveiarfélögum okkar Hvergerðinga. Prestsdeilur hafa sett svip sinn á umræðuna í Árborg og núna er meirihlutinn fallinn í Ölfusi og Ólafur Áki hættur. Þar er búið að boða sérframboð þannig að Sjálstæðismenn verða að öllum líkindum með tvo lista í vor. Þetta er ömurleg staða fyrir alla aðila enda varla til verri deilur en milli fyrrum samherja. Það þekki ég af eigin raun og ráðlegg öllum að reyna allt sem hægt er til að koma í veg fyrir slíkt.
Comments:
Skrifa ummæli