22. júní 2008
Líf og fjör um helgina ...
Hér er Guðbjörg frænka mín við bjargið stóra sem féll niður í Stórkonugil í skjálftanum þann 29. maí s.l. Eins og þið sjáið þá á grenitréð ekki langt líf í vændum enda ekki heiglum hent að færa hnullunginn sem lenti þarna á göngustígnum. Fór í dag og skoðaði önnur björg sem hafa fallið úr Reykjafjalli og þau eru mörg. Myndina tók Valdimar bróðir sem var í hjólaferð með dótturinni í dag.
Annars var mikið um að vera um helgina. Brynja, Óli og krakkarnir litu við síðdegis í dag sunnudag. Þar sem veðrið var einstaklega gott var tilvalið að fara og skoða nýja hverasvæðið og krakkarnir enduðu síðan öll í ánni enda fannst höfuðborgarbörnunum afar spennandi að prufa að synda við fossinn. Mikill fjöldi ferðamanna skoðaði hverasvæðið í dag enda gefst núna einstakt tækifæri til að sjá hvernig náttúruna er síbreytileg. Svæðið hefur breyst þónokkuð síðustu daga og ekki síst í kringum Fífilbrekku þar sem nú sýður í veginum sjálfum.
Valdimar og börn grilluðu með okkur í kvöld og fleiri bættust við í kvöldkaffi. Mikið fjör enda mikið spjallað. Gyrðir Elíasson var einn af þeim sem leit við en hann er að flytja hingað um næstu helgi. Það bætist því enn í hóp skálda og listamanna sem velja að búa í Hveragerði. Enda hvergi betra að vera ;-)
---------------------------
Vorum svo heppin að vera boðin í Jónsmessugleði í Fagrahvammi á laugardagskvöldið. Grill, varðeldur, leikir, söngur og gleði í góðum hópi. Kærar þakkir Þorvaldur og Sigga fyrir skemmtilega kvöldstund og frábært boð. Hér má sjá fullt af flottum myndum sem Gummi Erlings tók um kvöldið. Nú er kominn tengill á síðuna hans á "heimasíðum Hvergerðinga"!
---------------------------
Dísa amma og Bjarni afi komu í kvöldmat á föstudagskvöldið ásamt Laufeyju ömmu en Skagfirðingarnar hafa nú dvalið á Heilsustofnuninni í hálfan mánuð. Það er búið að vera afskaplega gaman að hafa þau svona nálægt enda eru þau venjulega alltof langt í burtu. Nú verðum við að bæta um betur og heimsækja þau norður á Sauðárkrók fljótlega !
--------------------------
OG Hamar vann Selfoss síðastliðinn fimmtudag. Sætur sigur í 32. liða úrslitum Visa bikarsins. Hér er umfjöllun um leikinn...
Hér er Guðbjörg frænka mín við bjargið stóra sem féll niður í Stórkonugil í skjálftanum þann 29. maí s.l. Eins og þið sjáið þá á grenitréð ekki langt líf í vændum enda ekki heiglum hent að færa hnullunginn sem lenti þarna á göngustígnum. Fór í dag og skoðaði önnur björg sem hafa fallið úr Reykjafjalli og þau eru mörg. Myndina tók Valdimar bróðir sem var í hjólaferð með dótturinni í dag.
Annars var mikið um að vera um helgina. Brynja, Óli og krakkarnir litu við síðdegis í dag sunnudag. Þar sem veðrið var einstaklega gott var tilvalið að fara og skoða nýja hverasvæðið og krakkarnir enduðu síðan öll í ánni enda fannst höfuðborgarbörnunum afar spennandi að prufa að synda við fossinn. Mikill fjöldi ferðamanna skoðaði hverasvæðið í dag enda gefst núna einstakt tækifæri til að sjá hvernig náttúruna er síbreytileg. Svæðið hefur breyst þónokkuð síðustu daga og ekki síst í kringum Fífilbrekku þar sem nú sýður í veginum sjálfum.
Valdimar og börn grilluðu með okkur í kvöld og fleiri bættust við í kvöldkaffi. Mikið fjör enda mikið spjallað. Gyrðir Elíasson var einn af þeim sem leit við en hann er að flytja hingað um næstu helgi. Það bætist því enn í hóp skálda og listamanna sem velja að búa í Hveragerði. Enda hvergi betra að vera ;-)
---------------------------
Vorum svo heppin að vera boðin í Jónsmessugleði í Fagrahvammi á laugardagskvöldið. Grill, varðeldur, leikir, söngur og gleði í góðum hópi. Kærar þakkir Þorvaldur og Sigga fyrir skemmtilega kvöldstund og frábært boð. Hér má sjá fullt af flottum myndum sem Gummi Erlings tók um kvöldið. Nú er kominn tengill á síðuna hans á "heimasíðum Hvergerðinga"!
---------------------------
Dísa amma og Bjarni afi komu í kvöldmat á föstudagskvöldið ásamt Laufeyju ömmu en Skagfirðingarnar hafa nú dvalið á Heilsustofnuninni í hálfan mánuð. Það er búið að vera afskaplega gaman að hafa þau svona nálægt enda eru þau venjulega alltof langt í burtu. Nú verðum við að bæta um betur og heimsækja þau norður á Sauðárkrók fljótlega !
--------------------------
OG Hamar vann Selfoss síðastliðinn fimmtudag. Sætur sigur í 32. liða úrslitum Visa bikarsins. Hér er umfjöllun um leikinn...
Comments:
Skrifa ummæli