5. júní 2008
Komin heim ...
...eftir 16 tíma ferðalag, frá Svartfjallalandi, gegnum Króatíu og London. Lalli og strákarnir urðu eftir úti og koma heim 15. júní. Þetta sumarfrí verður lengi í minnum haft enda fóru þessir fáu dagar svo til alveg í símtöl hingað heim, þannig að sjálfsagt verður heldur rólegra hjá þeim feðgum núna þegar ég er farin heim.
En það var undarlegt að keyra í gegnum bæinn núna í nótt því í fljótu bragði er fátt sem minnir á hamfarirnar. Þó tók ég eftir miklum fjölda tjaldvagna, fellihýsa og húsbýla við hús í bænum, greinilegt að fjöldi manns sefur enn utandyra. Einnig fer nýja hverasvæðið ekki framhjá neinum, skoða það betur á morgun. Innandyra hér á Heiðmörkinni var ég aftur á móti illilega minnt á það sem gengið hefur á en mín biðu margir kassar af brotnu leirtaui og ýmsum munum sem eru ónýtir eftr skjálftann. Það var aftur á móti búið að taka til og raða þökk sé vinkonunum í MA klúbbnum sem mættu hingað austur um helgina ásamt Óla og Haraldi. Laufey Sif og Elli, Tinna, mamma, Sigrún og Valdi eiga líka miklar þakkir skyldar. Við erum afar þakklát ykkur öllum en það er ómetanlegt að eiga svona góða að. Kærar, kærar þakkir öll sömul.
Set hér inn nokkrar myndir sem Laufey Sif tók eftir skjálftann. Eins og hún segir sjálf á sinni síðu þá brotnaði núna flest það sem ekki brotnaði í skjálftunum 2000. Aftur á móti hefur kennaratyggjó undir styttum og öðrum hlutum sannað gildi sitt, þar sem ég hef verið svo forsjál að hafa þann viðbúnað þar haggast ekki neitt og ekki heldur myndir sem hengdar eru á króka. Héðan í frá verður viðbúnaður eins og heimilið sé skúta í ólgusjó... Rennihurðir fyrir eldhússkápunum hefðu líka bjargað miklu, af hverju eru þær ekki lengur framleiddar ?
En hér eru myndirnar...
...eftir 16 tíma ferðalag, frá Svartfjallalandi, gegnum Króatíu og London. Lalli og strákarnir urðu eftir úti og koma heim 15. júní. Þetta sumarfrí verður lengi í minnum haft enda fóru þessir fáu dagar svo til alveg í símtöl hingað heim, þannig að sjálfsagt verður heldur rólegra hjá þeim feðgum núna þegar ég er farin heim.
En það var undarlegt að keyra í gegnum bæinn núna í nótt því í fljótu bragði er fátt sem minnir á hamfarirnar. Þó tók ég eftir miklum fjölda tjaldvagna, fellihýsa og húsbýla við hús í bænum, greinilegt að fjöldi manns sefur enn utandyra. Einnig fer nýja hverasvæðið ekki framhjá neinum, skoða það betur á morgun. Innandyra hér á Heiðmörkinni var ég aftur á móti illilega minnt á það sem gengið hefur á en mín biðu margir kassar af brotnu leirtaui og ýmsum munum sem eru ónýtir eftr skjálftann. Það var aftur á móti búið að taka til og raða þökk sé vinkonunum í MA klúbbnum sem mættu hingað austur um helgina ásamt Óla og Haraldi. Laufey Sif og Elli, Tinna, mamma, Sigrún og Valdi eiga líka miklar þakkir skyldar. Við erum afar þakklát ykkur öllum en það er ómetanlegt að eiga svona góða að. Kærar, kærar þakkir öll sömul.
Set hér inn nokkrar myndir sem Laufey Sif tók eftir skjálftann. Eins og hún segir sjálf á sinni síðu þá brotnaði núna flest það sem ekki brotnaði í skjálftunum 2000. Aftur á móti hefur kennaratyggjó undir styttum og öðrum hlutum sannað gildi sitt, þar sem ég hef verið svo forsjál að hafa þann viðbúnað þar haggast ekki neitt og ekki heldur myndir sem hengdar eru á króka. Héðan í frá verður viðbúnaður eins og heimilið sé skúta í ólgusjó... Rennihurðir fyrir eldhússkápunum hefðu líka bjargað miklu, af hverju eru þær ekki lengur framleiddar ?
En hér eru myndirnar...
Comments:
Skrifa ummæli