29. júní 2008
Á föstudaginn var fundur í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem það bar helst til tíðinda að Karl Björnsson, sviðstjóri hjá Sambandinu, var einróma valinn til að gegna starfi framkvæmdastjóra samtakanna. Núverandi framkvæmdastjóri er Þórður Skúlason en hann hættir nú í sumar vegna aldurs. Karl hefur viðamikla reynslu af sveitarstjórnarmálum en meðal annars var hann bæjarstjóri á Selfossi og síðar í Árborg í 16 ár við góðan orðstí. Á myndinni hér til hliðar má sjá þá Karl Björnsson og Þórð Skúlason.
-----------------------
Strax að loknum fundinum í stjórn Sambandsins hitti ég starfsmenn bæjarskrifstofu sem komnir voru til Reykjavíkur í óvissuferð sem sú sem þetta ritar skipulagði. Ég var afskaplega ánægð með daginn og vona að aðrir hafi verið það líka. Það er alltaf gaman að gera eitthvað þessu líkt. Á myndinni má sjá sigurliðið í keilukeppninni.
------------------------
Í gær laugardag var brunað uppí Biskupstungur en þar varð Albert eftir til að fara með Gunnu norður á Grenivík þar sem hann ætlar að vera næstu viku. Það er fátt sem toppar dvöl á Grenivík að hans mati og alveg óskiljanlegt ef vinkonur hans fara norður án hans....
Fengum lánaða sænska verðlaunamynd hjá Gunnu sem við horfðum síðan á í gærkvöldi. Så som í himlen heitir hún og kom afar skemmtilega á óvart. Mæli heilshugar með henni þessari
------------------------
Í dag sunnudag skelltum við MA systur ásamt mökum og börnum okkur í göngu og gengum innað heita læknum í Reykjadal. Veðrið var frekar hráslagalegt, kalt, rok, rigning með köflum og jafnvel haglél. Það var allavega ekki mjög sumarlegt. En göngufólk lét þetta nú ekki aftra sér og áttum við þarna afskaplega góðan dag. Mikið fjölmenni var á svæðinu og greinilegt að þetta svæði á síauknum vinsældum að fagna. Það var lúið göngufólk sem grillaði síðan saman á Heiðmörkinni og átti hér góða kvöldstund áður en heim var haldið. Á myndinni erum við skólasysturnar inní Reykjadal.
-----------------------
Strax að loknum fundinum í stjórn Sambandsins hitti ég starfsmenn bæjarskrifstofu sem komnir voru til Reykjavíkur í óvissuferð sem sú sem þetta ritar skipulagði. Ég var afskaplega ánægð með daginn og vona að aðrir hafi verið það líka. Það er alltaf gaman að gera eitthvað þessu líkt. Á myndinni má sjá sigurliðið í keilukeppninni.
------------------------
Í gær laugardag var brunað uppí Biskupstungur en þar varð Albert eftir til að fara með Gunnu norður á Grenivík þar sem hann ætlar að vera næstu viku. Það er fátt sem toppar dvöl á Grenivík að hans mati og alveg óskiljanlegt ef vinkonur hans fara norður án hans....
Fengum lánaða sænska verðlaunamynd hjá Gunnu sem við horfðum síðan á í gærkvöldi. Så som í himlen heitir hún og kom afar skemmtilega á óvart. Mæli heilshugar með henni þessari
------------------------
Í dag sunnudag skelltum við MA systur ásamt mökum og börnum okkur í göngu og gengum innað heita læknum í Reykjadal. Veðrið var frekar hráslagalegt, kalt, rok, rigning með köflum og jafnvel haglél. Það var allavega ekki mjög sumarlegt. En göngufólk lét þetta nú ekki aftra sér og áttum við þarna afskaplega góðan dag. Mikið fjölmenni var á svæðinu og greinilegt að þetta svæði á síauknum vinsældum að fagna. Það var lúið göngufólk sem grillaði síðan saman á Heiðmörkinni og átti hér góða kvöldstund áður en heim var haldið. Á myndinni erum við skólasysturnar inní Reykjadal.
Comments:
Skrifa ummæli