9. júní 2008
Helgin...
... fór í að skrá niður það sem brotnaði, raða og ganga frá hlutum. Fyrst heima og síðan á skrifstofunni. Fulltrúi TM kom heim og tók út skemmdir á innbúinu og var afar almennilegur og viðmótsþýður. Full ástæða til að hrósa þeim fyrir liðleika og þægilegheit.
Þessi mynd sem tekin er á frystigeymslu Kjörís eftir skjálftann stóra sýnir vel hversu mikið hefur gengið á.Annars má sjá fleiri myndir sem Valdimar bróðir tók á síðunni hans.
Tók þátt í kvennahlaupinu á laugardag ásamt Valgerði frænku og Sólrúnu og Bjarti Árdísar börnum. Úrhelli setti svip á hlaupið og við vorum rennandi þegar við komum á leiðarenda. Alltaf gaman samt sem áður. Kom við í þjónustumiðstöðinni eftir hlaupið en fleiri höfðu litið þar við heldur en undanfarna daga. Greinilega er enn þörf á þessari þjónustu hér í Hveragerði. Þónokkir eftirskjálftar hafa verið alla helgina en enginn þó stór. Við verðum að vona að þessum óróa fari að linna.
Unnur Þormóðs fagnaði 40 ára afmæli sínu með mikilli veislu um helgina. Virkilega flott eins og við var að búast enda húsmóðirin í Kambahrauninu þekkt fyrir að gera vel við sína gesti. Innilega til hamingju Unnur !
... fór í að skrá niður það sem brotnaði, raða og ganga frá hlutum. Fyrst heima og síðan á skrifstofunni. Fulltrúi TM kom heim og tók út skemmdir á innbúinu og var afar almennilegur og viðmótsþýður. Full ástæða til að hrósa þeim fyrir liðleika og þægilegheit.
Þessi mynd sem tekin er á frystigeymslu Kjörís eftir skjálftann stóra sýnir vel hversu mikið hefur gengið á.Annars má sjá fleiri myndir sem Valdimar bróðir tók á síðunni hans.
Tók þátt í kvennahlaupinu á laugardag ásamt Valgerði frænku og Sólrúnu og Bjarti Árdísar börnum. Úrhelli setti svip á hlaupið og við vorum rennandi þegar við komum á leiðarenda. Alltaf gaman samt sem áður. Kom við í þjónustumiðstöðinni eftir hlaupið en fleiri höfðu litið þar við heldur en undanfarna daga. Greinilega er enn þörf á þessari þjónustu hér í Hveragerði. Þónokkir eftirskjálftar hafa verið alla helgina en enginn þó stór. Við verðum að vona að þessum óróa fari að linna.
Unnur Þormóðs fagnaði 40 ára afmæli sínu með mikilli veislu um helgina. Virkilega flott eins og við var að búast enda húsmóðirin í Kambahrauninu þekkt fyrir að gera vel við sína gesti. Innilega til hamingju Unnur !
Comments:
Skrifa ummæli