30. júní 2008
Alls konar málefni, stór sem smá, urðu til þess að vinnudagurinn leið eins og örskot og fyrr en varði var kominn kvöldmatartími. Undirbjó meðal annars útsendingu fundargagna fyrir bæjarráð sem þurfa að fara út á morgun. Skoðaði öryggisgæslu bæjarins og fyrirkomulag hennar. Fór yfir málefni Varmár og ræddi við starfsmenn Veiðimálastofnunar og einnig við formann SVFR um ástand árinnar. Í kjölfar skjálftans hefur hún gruggast mjög og rannsaka þarf hvort áin hafi hitnað en ég hef fengið nokkrar ábendingar um slíkt. Það er allavega áberandi hversu mikill leir berst niður lækinn meðfram sundlauginni en hann hefur ávallt verið tær. Núna kemur í hann mikill leir af nýja hverasvæðinu svo það er full ástæða til að kanna áhrif þessa á lífríkið.
---------------------------
Davíð Jóhann, er 40 ára í dag og því var boðið til síðdegiskaffis á Iðjumörkinni, til hamingju með daginn kæri mágur. Eftir meirihlutafund í kvöld var svo aftur litið í heimsókn en núna eru Sigurbjörg og Hafrún komnar suður í heimsókn. Þær ætla auðvitað ekki að missa af afmælisveislunni sem haldin verður næstkomandi laugardag.
---------------------------
Davíð Jóhann, er 40 ára í dag og því var boðið til síðdegiskaffis á Iðjumörkinni, til hamingju með daginn kæri mágur. Eftir meirihlutafund í kvöld var svo aftur litið í heimsókn en núna eru Sigurbjörg og Hafrún komnar suður í heimsókn. Þær ætla auðvitað ekki að missa af afmælisveislunni sem haldin verður næstkomandi laugardag.
Comments:
Skrifa ummæli