19. september 2011
Komin heim eftir góða daga í Skagafirði. Þar hittust bæjarstjórar landsins og fóru yfir málin auk þess að upplifa hinar ýmsu hliðar Skagafjarðar. Ásta B. Pálmadóttir og hennar fólk tók á móti hópnum og skipulögðu þau frábæra dagskrá. Á meðfylgjandi myndum má sjá hópinn í flokkunarstöðinni á Sauðárkróki. Þarna má einnig sjá hvernig góðum flokkara getur tekist vel upp. Þetta ætti að vera skylduverkefni í grunnskóla að læra að flokka svona vel :-)
Keyrðum suður Kjöl á laugardaginn í miklu blíðskaparveðri. Vegurinn reyndar ekkert til að hrópa húrra fyrir en útsýnið bætti það upp! Náðum að sjá þegar féð rann inná heimatúnin í Gýgjarhólskoti og það er alltaf jafn skemmtilegt. Hét því að sleppa ekki Tungnaréttum á næsta ári!
Mánudagur hefðbundinn í vinnu. Fundur í stjórn Sorpstöðvar Suðurlands og annar strax á eftir þar sem við Guðmundur Baldursson fórum yfir sorpflokkun með Ölfusingum.
Samræmdu prófin eru þessa dagana svo tíundu bekkingurinn er á fullu við lærdóminn. Þetta er ekki svo galið að hafa þessi próf að haustinu. Kemur krökkunum í gang.
Keyrðum suður Kjöl á laugardaginn í miklu blíðskaparveðri. Vegurinn reyndar ekkert til að hrópa húrra fyrir en útsýnið bætti það upp! Náðum að sjá þegar féð rann inná heimatúnin í Gýgjarhólskoti og það er alltaf jafn skemmtilegt. Hét því að sleppa ekki Tungnaréttum á næsta ári!
Mánudagur hefðbundinn í vinnu. Fundur í stjórn Sorpstöðvar Suðurlands og annar strax á eftir þar sem við Guðmundur Baldursson fórum yfir sorpflokkun með Ölfusingum.
Samræmdu prófin eru þessa dagana svo tíundu bekkingurinn er á fullu við lærdóminn. Þetta er ekki svo galið að hafa þessi próf að haustinu. Kemur krökkunum í gang.
Comments:
Skrifa ummæli