20. september 2011
Endurskoðun fjárhagsáætlunar er komin á fullt skrið. Við Helga sátum yfir rekstraryfirlitinu megnið af deginum og fórum yfir það hver staðan er á einstökum deildum og stofnunum. Í það stóra heila í lagi en þó verður við endurskoðun að gera ráð fyrir umsömdum kjarabótum sem virðast að meðaltali nema um 4-5%.
Fékk skilaboð frá Gunnlaugi formanni rekstrarstjórnar Heilsustofnunar um að fulltrúar Velferðarráðuneytisins hefðu gert samkomulag um viðræður um starfsemi stofnunarinnar. Þar með er óvissu um framtíðina eytt og uppsagnir hafa verið dregnar til baka. Vonandi að viðræðurnar gangir fljótt og vel og að gerður verði nokkurra ára samningur í þetta skipti.
Síðdegis skrapp ég á fund á vegum heilbrigðisnefndar Sjálfstæðisflokksins sem haldinn var á Selfossi. Fróðlegur og góður fundur þar sem ítarlega var farið yfir stöðu heilbrigðismála hér á Suðurlandi.
Á leið heim úr kvöldheimsókn á Grund gengum við Lárus framá stærðarinnar snigil á Þórsmörkinni. Of stór til að stíga ofan á og það segir nú sitt. Þvílíkur skrambans ófögnuður. Danir hata Spánarsnigla meira en allt og hafa útbúið frábæra síðu svo maður geti nú þekkt kvikindið. Samkvæmt henni er sá sem við fundum ekki Spánarsnigill heldur kølsnegl, merkilegt !
Fékk skilaboð frá Gunnlaugi formanni rekstrarstjórnar Heilsustofnunar um að fulltrúar Velferðarráðuneytisins hefðu gert samkomulag um viðræður um starfsemi stofnunarinnar. Þar með er óvissu um framtíðina eytt og uppsagnir hafa verið dregnar til baka. Vonandi að viðræðurnar gangir fljótt og vel og að gerður verði nokkurra ára samningur í þetta skipti.
Síðdegis skrapp ég á fund á vegum heilbrigðisnefndar Sjálfstæðisflokksins sem haldinn var á Selfossi. Fróðlegur og góður fundur þar sem ítarlega var farið yfir stöðu heilbrigðismála hér á Suðurlandi.
Á leið heim úr kvöldheimsókn á Grund gengum við Lárus framá stærðarinnar snigil á Þórsmörkinni. Of stór til að stíga ofan á og það segir nú sitt. Þvílíkur skrambans ófögnuður. Danir hata Spánarsnigla meira en allt og hafa útbúið frábæra síðu svo maður geti nú þekkt kvikindið. Samkvæmt henni er sá sem við fundum ekki Spánarsnigill heldur kølsnegl, merkilegt !
Comments:
Skrifa ummæli