4. september 2011
Hitti Fiann Paul snemma á laugardeginum en hann hefur sett upp flotta sýningu á ljósmyndum utan á íþróttahúsinu. Hann tók þessari myndir á Grænlandi og hafa þær vakið mikla athygli. Fiann er mikill íþróttamaður og hefur hann áhuga á að heimsækja krakkana í skólanum og ræða við þau um íþróttaiðkun sína og ljósmyndaáhuga.
Vona að það geti orðið.
Tók síðan nokkuð góða skorpu í vinnunni yfir miðjan daginn áður en ég fór á opnun sýningarinnar Almynstur í Listasafni Árnesinga. Glæsileg og litrík sýning sem ég hvet alla til að sjá.
Þar sem ég rændi Hafrúnu frænku minni á safninu og hún vildi endilega skoða það sem eftir stendur af Eden þá röltum við ásamt Dave lengri leiðina heim. Komum við og keyptum heilan helling af gómsætu grænmeti hjá honum Hirti í grænmetismarkaðnum. Hann selur alveg meiriháttar grænmeti og það er eitthvað svo notalegt við það að kaupa þetta beint af bóndanum. Hann ræktar heilan helling sjálfur en svo er hann með góð sambönd sem redda honum restinni. Þarna fæ ég þá albestu bleikju sem ég smakka. Alveg meiriháttar :-) Ekki missa af Grænmetismarkaðnum hans Hjartar en hann hefur opið að ég held tvær helgar í viðbót.
Sunnudeginum var eytt í Gýgjarhólskoti þar sem við lögðumst í brekkurnar og týndum fleiri fleiri kíló af berjum í yndislegu veðri. Þvílíkur sumarauki að fá svona daga í byrjun september !
Vona að það geti orðið.
Tók síðan nokkuð góða skorpu í vinnunni yfir miðjan daginn áður en ég fór á opnun sýningarinnar Almynstur í Listasafni Árnesinga. Glæsileg og litrík sýning sem ég hvet alla til að sjá.
Þar sem ég rændi Hafrúnu frænku minni á safninu og hún vildi endilega skoða það sem eftir stendur af Eden þá röltum við ásamt Dave lengri leiðina heim. Komum við og keyptum heilan helling af gómsætu grænmeti hjá honum Hirti í grænmetismarkaðnum. Hann selur alveg meiriháttar grænmeti og það er eitthvað svo notalegt við það að kaupa þetta beint af bóndanum. Hann ræktar heilan helling sjálfur en svo er hann með góð sambönd sem redda honum restinni. Þarna fæ ég þá albestu bleikju sem ég smakka. Alveg meiriháttar :-) Ekki missa af Grænmetismarkaðnum hans Hjartar en hann hefur opið að ég held tvær helgar í viðbót.
Sunnudeginum var eytt í Gýgjarhólskoti þar sem við lögðumst í brekkurnar og týndum fleiri fleiri kíló af berjum í yndislegu veðri. Þvílíkur sumarauki að fá svona daga í byrjun september !
Comments:
Skrifa ummæli