11. september 2011
Stjórn Sambands Íslenskra sveitarfélaga hittist á fundi í Vestmannaeyjum á föstudag. Fyrir utan fundinn gafst tími til að skoða helstu kennileiti og atvinnulíf Eyjamanna. Fórum líka í frábæra siglingu kringum eyjuna með fyrirtæki sem kallar sig Ribsafari. Þetta er meiriháttar sigling og óhætt að mæla með henni við alla sem leið eiga til Eyja. En hér sést hópurinn í blankalogni á Stórhöfða, en logn á þessum stað er frekar óalgengt, skyldist okkur! Magnús Karel á heiðurinn af myndinni!
Comments:
Skrifa ummæli