21. september 2011
Kynningarfundur á Selfossi fyrir hádegi um rammaáætlun um nýtingu og vernd orkuauðlinda. Svanfríður Jónasdóttir formaður verkefnisstjórnar kynnti rammaáætlunina og þingsályktunartillöguna sem nú er í umsagnarferli. Bæjarstjórnin hér er sátt við tillöguna en hún gerir ráð fyrir að Grænsdalur og Bitra fari í verndarflokk. Á ekki von á öðru en að íbúar hér séu sama sinnis. Á fundinum voru skiptar skoðanir eins og von var á en helst var rætt um virkjanir í neðri hluta Þjórsár en þar deila íbúar innbyrðis og það er aldrei gott.
Fór beint frá Selfossi til Reykjavíkur á fund sem SÁÁ hafði boðað til alla bæjar- og sveitarstjóra í sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og þar í kring. Mjög fróðlegur og góður fundur um áfengis- og vímuefnavandann. Á fundinum kom meðal annars fram hversu mikilvægt væri að styðja vel við foreldra í foreldrahlutverkinu og það minnti mig á að hér getum við gert enn betur hvað það varðar.
Fór beint frá Selfossi til Reykjavíkur á fund sem SÁÁ hafði boðað til alla bæjar- og sveitarstjóra í sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og þar í kring. Mjög fróðlegur og góður fundur um áfengis- og vímuefnavandann. Á fundinum kom meðal annars fram hversu mikilvægt væri að styðja vel við foreldra í foreldrahlutverkinu og það minnti mig á að hér getum við gert enn betur hvað það varðar.
Comments:
Skrifa ummæli