8. september 2011
Nú eru öll upplýsingaspjöldin að verða tilbúin fyrir jarðskjálftasýninguna. Við höfum fengið sendar fleiri hundruð mynda frá íbúum sem sýna afleiðingar skjálftans. Þúsund þakkir fyrir það. Margar eru alveg hreint ótrúlegar og sýna kannski hvað best hversu heppin við vorum Hvergerðingar þennan dag. Til dæmis hefði framkvæmdastjóri Kjörís að lágmarki fengið alvarlega höfuðáverka ef hann hefði setið í stólnum sína en ekki verið í kaffi þegar skjálftinn reið yfir !
Nú er farið að halla í fjárhagsáætlunargerð næsta árs og því setti ég niður fyrstu drög dagskrá fyrir bæjarstjórn fram til jóla. Það er nóg að gera sérstaklega þar sem allar samstarfsstofnanir okkar halda ársfundi og aðalfundi á þessum tíma og síðan er Sjálfstæðisflokkurinn með landsfund í nóvember. Hann verður hugsanlega meira spennandi en margur átti von á þar sem hugsanlega kemur fram mótframboð í formannsembættið. Nú er beðið eftir Hönnu Birnu!
En við vonumst til að að hægt verði að afgreiða fjárhagsáætlun við seinni umræðu þann 15. desember. En þá þarf líka að halda vel á spöðunum.
Við Helga munum fara yfir stöðuna í rekstrinum strax eftir helgi en þó nokkrar forsendur hafa breyst á árinu sem breyta fjárhagsáætlun. Þar ber hæst kjarasamninga en nú liggja fyrir hversu háar tölur þar er um að ræða í kostnaðarauka. Ennfremur er ljóst að verðbólgan verður hærri en við vonuðumst til og mun þetta tvennt hafa mikil áhrif á niðurstöðu ársins.
Undirbjó bæjarstjórnarfund sem hófst kl. 17 í dag. Afar þunnt fundarboð og fáir dagskrárliðir en yfirleitt þýðir það mun lengri fundur en annars. Í dag var rætt um skipulags- og byggingamál, búfjáreftirlit og samþykkt að kanna vilja samstarfsaðila til áframhaldandi Garðyrkju- og blómasýningar "Blóm í bæ".
Nú er farið að halla í fjárhagsáætlunargerð næsta árs og því setti ég niður fyrstu drög dagskrá fyrir bæjarstjórn fram til jóla. Það er nóg að gera sérstaklega þar sem allar samstarfsstofnanir okkar halda ársfundi og aðalfundi á þessum tíma og síðan er Sjálfstæðisflokkurinn með landsfund í nóvember. Hann verður hugsanlega meira spennandi en margur átti von á þar sem hugsanlega kemur fram mótframboð í formannsembættið. Nú er beðið eftir Hönnu Birnu!
En við vonumst til að að hægt verði að afgreiða fjárhagsáætlun við seinni umræðu þann 15. desember. En þá þarf líka að halda vel á spöðunum.
Við Helga munum fara yfir stöðuna í rekstrinum strax eftir helgi en þó nokkrar forsendur hafa breyst á árinu sem breyta fjárhagsáætlun. Þar ber hæst kjarasamninga en nú liggja fyrir hversu háar tölur þar er um að ræða í kostnaðarauka. Ennfremur er ljóst að verðbólgan verður hærri en við vonuðumst til og mun þetta tvennt hafa mikil áhrif á niðurstöðu ársins.
Undirbjó bæjarstjórnarfund sem hófst kl. 17 í dag. Afar þunnt fundarboð og fáir dagskrárliðir en yfirleitt þýðir það mun lengri fundur en annars. Í dag var rætt um skipulags- og byggingamál, búfjáreftirlit og samþykkt að kanna vilja samstarfsaðila til áframhaldandi Garðyrkju- og blómasýningar "Blóm í bæ".
Comments:
Skrifa ummæli