25. janúar 2011
Foreldraviðtal í Grunnskólanum í morgun. Albert Ingi er í 9. bekk svo það hyllir undir lok skyldunáms á okkar heimili. Þar sem Albert byrjaði í grunnskóla árið sem Laufey Sif hætti þá höfum við nú átt barn í grunnskóla samfellt í nítján ár. Það er ansi drjúgt þegar maður orðar það með þessum hætti :-)
Við Helga skruppum síðan til Reykjavíkur til fundar með forsvarsmönnum Momentum og Gjaldheimtunnar. Þar hefur innheimtu reikninga verið sinnt í nokkur ár. Við hyggjum nú á breytingar á því fyrirkomulagi sem verður til mikilla hagsbóta fyrir bæjarbúa auk þess að vera ódýrara en sú aðferð sem nú er notuð.
Eftir hádegi vann ég í málefnum tengdum farandgæslunni og fjargæslunni hér í Hveragerði en við leggjum mikið uppúr því að búa bæjarbúum og fyrirtækjum öruggt umhverfi. Hægt er að ná hagstæðari samningum fyrir bæinn í þessum málum og nú er unnið að því.
Nú hafa tveir ungir og skemmtilegir starfsmenn hafið störf á bæjarskrifstofunni. Selfyssingur og söngkonan Halla Dröfn Jónsdóttir er nýr starfsmaður félagsþjónustu og Hallgrímur Brynjólfsson, tengdasonur Hveragerðis, mun verða starfandi hjá okkur næstu vikur en hann er í námi erlendis í tæknifræði og valdi að stunda starfsnám sitt undir handleiðslu Guðmundar Baldurssonar, skipulags- og byggingafulltrúa. Hann er heppinn þar því fáir búa yfir meiri reynslu og þekkingu á þessu sviði en Guðmundur.
Við Helga skruppum síðan til Reykjavíkur til fundar með forsvarsmönnum Momentum og Gjaldheimtunnar. Þar hefur innheimtu reikninga verið sinnt í nokkur ár. Við hyggjum nú á breytingar á því fyrirkomulagi sem verður til mikilla hagsbóta fyrir bæjarbúa auk þess að vera ódýrara en sú aðferð sem nú er notuð.
Eftir hádegi vann ég í málefnum tengdum farandgæslunni og fjargæslunni hér í Hveragerði en við leggjum mikið uppúr því að búa bæjarbúum og fyrirtækjum öruggt umhverfi. Hægt er að ná hagstæðari samningum fyrir bæinn í þessum málum og nú er unnið að því.
Nú hafa tveir ungir og skemmtilegir starfsmenn hafið störf á bæjarskrifstofunni. Selfyssingur og söngkonan Halla Dröfn Jónsdóttir er nýr starfsmaður félagsþjónustu og Hallgrímur Brynjólfsson, tengdasonur Hveragerðis, mun verða starfandi hjá okkur næstu vikur en hann er í námi erlendis í tæknifræði og valdi að stunda starfsnám sitt undir handleiðslu Guðmundar Baldurssonar, skipulags- og byggingafulltrúa. Hann er heppinn þar því fáir búa yfir meiri reynslu og þekkingu á þessu sviði en Guðmundur.
Comments:
Skrifa ummæli